Heimir Bjarni Ingimarsson 02.09.1980-

Heimir hefur verið iðinn í tónlistarlífi Akureyrar frá unga aldri en sex ára gamall byrjaði hann í kór hjá Ingimari Eydal og síðar hjá Aðalgeiri Aðalsteinssyni. Heimir var líka í skólakór Lundarskóla hjá Elínborgu Loftsdóttir og ellefu ára gamall byrjaði hann að læra á túbu í Tónlistarskóla Akureyrar og lauk miðstigi.

Söngurinn togaði þó ávallt í Heimi, fyrsta hljómsveitin sem hann söng í var stofnuð i samspili hjá Jóni Rafns í Tónlistarskólanum. Hljómsveitin hét Alucard og komu þeir nokkrum sinnum fram. Stuttu síðar stofnaði Heimir hljómsveitina Tvo heima ásamt Heimi vini sínum. Fljótlega tók að bætast í hópinn og úr varð fullskipuð hljómsveit sem ferðaðist um landið og spilaði á sveitaböllum. Hljómsveitin leystist upp þegar gítarleikarinn flutti til útlanda, en Heimir ásamt bassaleikaranum stofnuðu annað band sem fékk nafnið Lame Excuse. Þeir komu víða við og tóku m.a. þátt í músíktilraunum og fengu góða dóma, þá sérstaklega fyrir söng. Stuttu seinna hætti hljómsveitin og Heimir skráði sig til náms í Tónlistarskóla Akureyrar í klassískt söngnám haustið 2001. Fyrsti söngkennari Heimis var Sigríður Elliða en síðar tók Michael Jón Clarke við og fylgdi Heimi í gegnum mið- og framhaldsstig sem hann lauk vorið 2006. ...

Sjá nánar á vefsíðu Heimis (16. febrúar 2014)


Tengt efni á öðrum vefjum

Söngvari og tónlistarkennari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 16.02.2014