Bubbi Morthens (Ásbjörn Morthens) 06.06.1956-

<p>Bubbi ólst þar upp á Barónsstígnum í Reykjavík fyrstu fimm árin og síðan í Gnoðarvogi. Auk þess var hann öll sumur í fjallakofa föður sína að Meðalfellsvatni í Kjós. Hann var í Vogaskóla og í Suderlandskolen í Árósum.</p> <p>Bubbi hóf ungur almenn verka- mannastörf hjá Vatnsveitu Reykjavíkur og var síðan farandverkamað- ur í fiskvinnslu í Bolungarvík, Vestmannaeyjum, á Austfjörðum og víðar.</p> <p>Bubbi lærði á gítar í Tónskóla Sigursveins og hjá Gunnari H. Jónssyni og lærði söng hjá Guðrúnu Á. Símonardóttur óperusöngkonu.</p> <p>Bubbi kom fyrst fram opin- berlega hjá Jazzvakningu í Glæsibæ 1979, stofnaði hljómsveitina Utangarðsmenn 1980 og söng síðan með Egó 1981-84 auk þess sem hann söng með hljómsveitinni Das Kapital, Stríði og friði og var í samstarfi með Rúnari Júlíussyni um tíma. Hann hefur komið fram á aragrúa tónleika og annarra tónlistarviðburða hér á landi og erlendis, hefur séð um dagsskrárgerð í útvarpi, komið fram í ótal sjónvarpsþáttum og fór tónleikaferð um öll Norðurlöndin.</p> <p>Bubbi hefur starfað með fjölda tónlistarmanna en þeir helstu hafa verið Jakob Smári Magnússon, Guðmundur Pétursson gítarleikari, Eyþór Gunnarsson hljómborðsleikari og sænski upptökusnillingurinn Christian Falk.</p> <p>Bubba hefur selt fleiri hljómplötur hér innanlands en nokkur annar tónlistarmaður. Fyrsta plata hans, Ísbjarnarblús, kom út 1980. Þá komu út með honum og Utangarðsmönnum plöturnar Ha ha ha (Rækjureggae) 1980; Geislavirkir; 1980; 45rpm, 1981; Í upphafi skyldi endirinn skoða, 1981; Utangarðsmenn, 1994, og Fuglinn er floginn, 2000. Með Bubba og Egó komu út plöturnar Breyttir tímar, 1982; Í mynd, 1982; Egó, 1984; Frá upphafi til enda, 2001, og Kannski varð bylting vorið 2009. Með Das Kapi- tal kom út platan Lili Marlene, 1984. Í samstarfi við Rúnar Júlíusson komu út plöturnar GCD 1991; Svefnvana, 1993; Teika, 1995, og Mýrdalssandur, 2002.</p> <p>Sólóplötur Bubba eru Plágan, 1981; Fingraför, 1983; Línudans, 1983; Ný spor, 1984; Kona, 1985; Blús fyrir Rikka, 1986; Frelsi til sölu, 1986; Dögun, 1987; Moon in the gutter, 1988; 56, 1988; Serbian flower, 1988; Hver er næstur, 1989; Nóttin langa, 1989; Sögur af landi, 1990; Ég er, 1991;Von, 1992; Lífið er ljúft, 1993; 3 heimar, 1994; Í skugga Morthens, 1995; Allar áttir, 1996; Hvíta hliðin á svörtu, 1996; Trúir þú á engla, 1997; Arfur, 1998; Sögur 1980-1990, 1999; Bellman, 2000; Sögur 1990-2000, 2000; Nýbúinn, 2001; Sól að morgni, 2002; 1000 kossa nótt, 2003; Nei nei nei – Tjáningarfrelsi, 2004; Tvíburinn, 2004; Ást, 2005; Í sex skrefa fjarlægð frá Paradís, 2005; Gleðileg jól, 2005; Lögin mín, 2006; Bláir, 2006; 06.06.06, 2006; Góð verk 07 (staf- ræn útgáfa fyrir iPod) 2007; Ísbjarnarblús (stafræn útgáfa fyrir netsölu) 2008; Fjórir naglar, 2008; Bubbi og Stórsveit Reykjavíkur, 2008; Safn (1980-2010) 2010; Sögur af ást, landi og þjóð 1980-2010, 2010; Strákarnir okkar, 2011; Ég trúi á þig, 2011; Þorpið, 2012; Stormurinn, 2013, og Æsku minnar jól 2013...</p> <p align="right">Sjá nánar: Bubbi Morthens tónlistarmaður 60 ára. Morgunblaðið 6. júní 2016, bls. 22-23</p>

Staðir

Tónskóli Sigursveins Tónlistarnemandi -

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Egó Söngvari

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Lagahöfundur , söngvari , textahöfundur , tónlistarmaður og tónlistarnemandi
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 6.06.2016