Stefán Árnason 25.09.1787-1857

<p>Prestur. Stúdent 1806 úr heimaskóla Geirs biskups Vídalín. Vígðist 4. september 1812 aðstoðarprestur sr. Vigfúsar Ormssonar á Valþjófsstað og fékk prestakallið eftir hann 22. febrúar 1836 og hélt til æviloka. Var um hrið aðstoðarprófastur í Norður-Múlasýslu en prófastur þar 1841-53. Vel metinn ráðdeildarmaður og ötull búmaður en hvorki mikill kennimaður né sérlega gáfaður eða lærður.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 312. </p>

Staðir

Valþjófsstaðarkirkja Prestur 22.02.1836-1857
Valþjófsstaðarkirkja Aukaprestur 04.09.1812-1836

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 3.04.2018