Eyjólfur Eyjólfsson 04.12.1979-

<p>Eyjólfur Eyjólfsson lauk burtfararprófi í flautuleik og söng frá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar vorið 2002. Hann lauk meistaragráðu (MMus) og Postgraduate Diploma frá Guilhdall School of Music and Drama í London eftir þriggja ára framhaldsnám.</p> <p>Eyjólfur hefur sungið með nafntoguðum hljómsveitum og píanóleikurum hér heima og erlendis, t.d. Sinfóníuhljómsveit Íslands og Konunglegu sinfóníuhljómsveitinni í Sevilla þar sem hann söng tenórhlutverkið í óratoríunni Messías eftir Händel í Maestranza óperuhúsinu. Þá flutti hann ljóðaflokkinn Malarastúlkuna fögru eftir Schubert á tónlistarhátínni Islande-Provence í Esparron de Verdon ásamt píanóleikaranum Dalton Baldwin og ljóðatónleika í Tónleikasal Gnessin Tónlistarakademíunnar í Moskvu þar sem Eugene Asti var meðleikari hans. Fyrsta sviðsreynsla Eyjólfs var sem hundurinn Spakur í söngleiknum Kolrassa eftir dr. Þórunni Guðmundsdóttur og fáeinum árum síðar þreytti hann frumraun sína á fjölum Íslensku óperunnar sem Skáldið í Skuggaleik Karólínu Eiríksdóttur og Sjóns og stuttu síðar sem Sellem í Flagara í framsókn við sama hús. Á óperusviðum erlendis hefur hann sungið Sjómanninn í Dídó og Eneas hjá Opera North í Leeds, II. Hermann og Liberto í Krýningu Poppeu hjá English National Opera í Lundúnum og Don Ottavio í Don Diovanni hjá English Touring Opera.</p> <p align="right">Af vef Íslensku óperunnar 2013.</p>

Staðir

Tónlistarskóli Hafnarfjarðar Tónlistarnemandi -2002
Guildhall School of Music and Drama Háskólanemi 2002-2005
Flensborgarskólinn í Hafnarfirði Nemandi -

Tengt efni á öðrum vefjum

Flautuleikari , háskólanemi , nemandi , söngvari og tónlistarnemandi
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 17.03.2016