Árni Loftsson 1623-1703

Árni var fæddur um 1623 og var enn á lífi 1703. Kann að skeika einhverjum árum þarna. Hann varð stúdent frá Skálholti og vígðist prestur að Þykkvabæjarklaustri árið 1650. Lenti hann þar í þrasi við klausturhaldara og fékk Stað í Aðalvík í skiptum við Árna Kláusson. Þar veiktist hann og kenndi það gerningum og vildi komast þaðan. Hann fór síðan í Dýrafjarðarþing 30. júní 1657. Þar risu einnig deilur með Árna og sóknarbörnum hans og voru mál hans tekin fyrir á prestastefnu. Árni treysti sér ekki lengur en til 1671 að halda prestakallinu og settist að á eignarjörð sinni Sælingsdal. Þar lenti hann enn í málaskaki við mág sinn sem bar á hann fjölkynngi og stefndi honum. Ljóst er að Árni hefur verið hörkumaður og harður í viðskiptum og hagsýnn.

Heimild: Íslenskar æviskrár PÁÓ IV bindi, bls. 24.

Staðir

Þykkvabæjarklausturskirkja Prestur 1650-
Sandakirkja Prestur 1653-1657
Staðarkirkja í Aðalvík Prestur 1653-1657

Prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 21.01.2019