Jón Halldórsson -1692

Vígðist prestur að Borgarþingum 14. júní 1668. Hann yfirgaf prestakall sitt, leyfislaust, 1679 og fór utan og hugðist fá Staðastað en fékk ekki. Þjónaði Melum í hálft ár frá hausti 1682 til fardaga 1683 og fékk þá Ólafsvelli og hélt til æviloka. Hann var mikillátur og rausnsamur en talinn hviklyndur.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 142.

Staðir

Borgarkirkja Prestur 14.06.1668-1679
Melakirkja Prestur 1682-1683
Ólafsvallakirkja Prestur 1683-1692

Prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 23.03.2015