Ketill Jörundsson 1603-07.1670

<p>Prestur. Stúdent 1620 frá Skálholtsskóla og sigldi til Hafnar og nam þar. Varð heyrari í Skálholti og settur rektor veturinn 1635-36. Fékk Hvamm í Dölum 1638 og varð prófastur 26. nóvember 1656. Lét af störfum 1668 vegna vanheilsu. Hann var prýðilega að sér, kennari með afbrigðum og ástsæll. Hann sinnti lækningum og var söngmaður ágætur og skáldmæltur.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 356. </p>

Staðir

Hvammskirkja í Dölum Prestur 1638-1668

Kennari , prestur og rektor
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 16.04.2015