Ellert Karlsson (Karl Ellert Karlsson) 05.12.1944-

Ellert Karlsson tók við stjórn sveitarinnar [Verkalýðsins] árið 1977 af Ólafi L. Kristjánssyni og stjórnaði henni í 11 ár. Ellert er Vestmannaeyingur og lék með og stjórnaði lúðrasveitinni í Eyjum í mörg ár. Eftir gosið flutti hann upp á land og lék meðal annars með Svaninum í nokkur ár. Undir stjórn Ellerts stækkaði sveitin, ráðist var í sífellt stærri verkefni og má þar nefna tónleikaferðir til A-Þýskalands og Danmerkur. Ellert hefur verið afkastamikill við útsetningar á íslenskum lögum fyrir lúðrasveitir og má öruggt telja að útsetningar hans hafi átt ríkan þátt í því að lúðrasveitir leika nú aftur meira af íslenskri tónlist.

Ellert Karlsson heiðursfélagi 1989 – af vef Lúðrasveitar verkalýðsins

Staðir

Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Lúðrasveit verkalýðsins Stjórnandi 1977 1988
Lúðrasveit Vestmannaeyja Stjórnandi 1971-01 1973

Tengt efni á öðrum vefjum

Stjórnandi, trompetleikari, tónlistarnemandi og útsetjari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 28.09.2016