Sigurður Jónas Magnússon 19.06.1852-30.01.1939

<p>Ólst upp hjá Þórði Árnasyni og Guðrúnu Grímsdóttur á Bjarnastöðum í Hvítársíðu, Stað í Hrútafirði og Dalgeirsstöðum í Miðfirði (til 1873). Lærði orgelleik hjá Jónasi Helgasyni í Reykjavík 1879-80. Farkennari í Miðfirði næstu árin. Kenndi orgelleik. Forsöngvari í Melstaðarkirkju. Flutti til Vesturheims 1888, trésmiður í Winnipeg til 1905. Bóndi og smiður í Pine Valley í Manitoba 1905-1930, síðan búsettur í Piney.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Rit: Íslendingar í Pineybyggð, Man. í Almanaki Ól. Thorg. 1934. Kvæði í Lögbergi og Heimskringlu (dulnefni: Geir).</p> <p>Heimild: Tölvupóstur frá Sigurbirni Svavarssyni.</p> Sjá nánar: Melstaðarkirkja, afmælisrit, Sóknarnefnd Melstaðarkirkjusóknar 1999 bls. 121 ff.

Staðir

Melstaðarkirkja Organisti 1880-1888

Tengt efni á öðrum vefjum

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 24.07.2015