Friðrik Ómar Hjörleifsson 04.10.1981-

<p>Friðrik Ómar fæddist á Akureyri 4. október árið 1981 og er yngstur fjögurra systkina. Hann bjó sín fyrstu ár á Steinsstöðum í Öxnadal ásamt foreldrum sínum og ömmu sinni og afa. Friðrik flutti síðan til Akureyrar ásamt foreldrum sínum og hóf þar skólagöngu. Árið 1988 flutti Friðrik síðan til Dalvíkur. Hann byrjaði að spila á trommur 5 ára gamall þegar bróðir hans gaf honum trommusett. Móðir hans segir að hann hafi sungið áður en hann gat talað og hann kom fyrst opinberlega fram á skólasýningu þegar hann var 8 ára. Hann byrjaði snemma að spila á gítar og píanó og var aðeins 10 ára þegar hann samdi sitt fyrsta lag. Á grunnskólaárunum stofnaði hann nokkrar hljómsveitir með skólafélögum sínum og oftar en ekki átti Friðrik öll hljóðfærin sem meðlimir sveitanna notuðu. ...</p> <p align="right">Sjá nánar á vefsíðu Friðriks Ómars.</p>

Tengt efni á öðrum vefjum

Söngvari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 29.01.2014