Tyrfingur Finnsson -

Prestur fæddur um 1713, dánarár ekki vitað. Stúdent 1735 frá Skálholtsskóla og fékk Stað í Súgandafirði 5. ágúst 1737. Missti kjól og kall árið 1740 vegna afglapa í messugerð þar sem hann var drukkinn. Missti hann oblátur í gólfið og galt fyrir það með áðurnefndum hætti. Var vel gefinn og skáldmæltur. Var á lífi 1749 en látinn fyrir 1762.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ V bindi, bls. 34.

Staðir

Staðarkirkja í Staðardal, Súgandafirði Prestur 05.08.1737-1740

Prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 21.07.2015