Eiríkur Þorleifsson 08.03.1774-21.08.1843

Prestur. Stúdent frá Hólaskóla 1797. Vígðist 8. júlí 1798 aðstoðarprestur föður síns að Þóroddsstað í Kinn. Fékk Svalbarð í Þistilfirði 20. september 1800 en vegnaði þar illa vegna harðinda og fátæktar. Fékk Þönglabakka 1805 og við lá að hann flosnaði upp þar. Var látinn fá Grímsey 1812, i skiptum við Kristján Þorsteinsson, og vegnaði þar allvel. Fékk Þóroddsstað í Kinn 7. september 1826 og flutti þangað ári seinna og hélt til dauðadags með aðstoð aukaprests. Hann þótti sæmilegur ræðumaður en raddmaður stirður, kaldlyndur og deilugjarn.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 427.

Staðir

Þóroddsstaðakirkja Aukaprestur 08.07.1798-1800
Þóroddsstaðakirkja Prestur 07.09.1826-1843
Svalbarðskirkja Prestur 20.09.1800-1805
Þönglabakkakirkja Prestur 1805-1812
Miðgarðakirkja Prestur 1812-1826

Aukaprestur og prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 19.09.2017