Hlín Pétursdóttir (Hlín Pétursdóttir Behrens) 26.05.1967-

<p>Hlín lauk einsöngvaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1992. Hún hélt þá til framhaldsnáms að óperudeild Hochschule für Musik und Theater í Hamborg og starfaði að námi loknu sem söngkona í Þýskalandi, Sviss, Austurríki og Frakklandi um tíu ára skeið. Hún var fastráðin við Pfalztheater Kaiserslautern 1995-1997 og við Staatstheater am Gärtnerplatz í München 1997-2004. Hún hefur sungið öll helstu verk kirkjubókmenntanna. Meðal stærri tónleika má nefna Carmina Burana og Requiem Mozarts í tónlistarhöllinni í Hamborg, Messías í Hamborg og Strahlsund og c-moll messu Mozarts í Hamborg og Kaiserslautern.</p> <p>Hlín flutti heim haustið 2004 og kennir við Tónlistarskólann í Reykjavík, Söngskóla Sigurðar Demetz og heldur söngnámskeið. Hér hefur hún sungið hlutverk Musettu í La Bohème eftir Puccini, Clorindu í Öskubusku eftir Rossini og Ännchen í Galdraskyttunni eftir Weber. Hún kemur reglulega fram á kammertónleikum og heldur ljóðatónleika, bæði hér heima og erlendis.</p> <p align="right">Listasafn Sigurjóns Ólafssonar – Sumartónleikar 28. ágúst 2012.</p>

Tengt efni á öðrum vefjum

Söngkennari , söngkona og tónlistarmaður
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 4.10.2013