Benedikt Kristjánsson 16.03.1824-06.12.1903

<p>Prestur. Stúdent frá Reykjavíkurskóla 1847 með 1. einkunn. Lauk prestaskóla 1849. Vígðist 12. október 1851 að Múla í Aðaldal. Fékk Garða á Akranesi 3. desember 1856, Hvamm í Norðurárdal 8. maí 1858 og fékk þar lausn frá embætti 11. júlí 1889. Settur prófastur í Mýrasýslu 1859-60 og prófastur í S-Þingeyjarsýslu 1871-78 og aftur 1886-89. Var þingmaður Þingeyinga um skeið sem og Mýramanna. Átti manna mestan þátt í stofnun Kaupfélags Suður-Þingeyinga. Síðasti prestur í Múlakirkju í Aðaldal áður en hún var lögð undir Grenjaðarstaði</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 132-33.</p>

Staðir

Akraneskirkja Prestur 03.12. 1856-1858
Hvammskirkja Prestur 08.05. 1858-1889
Múlakirkja í Aðaldal Aukaprestur 12.10.1851-1856

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 9.10.2017