Páll Hjálmarsson 24.07.1752-03.07.1830

Páll var skipaður skólameistari á Hólum 1. september 1786, en fór þó ekki þá þegar út hingað, heldur tók að lesa guðfræði, og leysti af hendi próf í henni 5. maí 1789 með 2. einkunn, kom s.á. hingað til landsins og tók við skólameistaraembættinu þá um haustið. Eftir að Hólaskóli var lagður niður með kon­ungsúrskurði 2. október 1801, sigldi Páll skóla­meistari til Kaupmannahafnar 1802 og ætlaði að fá því framgengt að skólinn héldist en það vannst ekki, og kom hann út aftur 1803 og fór að búa á Hólum, er hann keypti síðar að nokkru leyti.  2. október 1813 var honum veitt Staðarprestakall á Reykjanesi.

Heimild: Guðfræðingatal, Hannes Þorsteinsson, Gutenberg 1907 - 1910.

Staðir

Staður Prestur 02.10. 1813-1830

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 23.01.2014