Margrét Árnadóttir 17.07.1973-

Margrét hóf söngnám við Tónlistarskólann í Mosfellsbæ og hélt því söngnámi áfram á Akureyri þar sem hún lagði stund á kennaranám við Háskólann þar í bæ. Svo snéri hún aftur í stórborgina og hóf nám við Söngskólann í Reykjavík og lauk þaðan burtfararprófi vorið 2001. Þá hélt hún til Vínarborgar í Austurríki og lauk námi við Ljóða- og Óratoríudeild Tónlistarháskólans þar í borg 2003 og ári seinna frá Óperudeild skólans. Eftir það fluttist hún til Stuttgart í Þýskalandi þar sem hún skrapp í verkefni hjá Piccolo-óperunni sem sérhæfir sig í að flytja vasaútgáfur af óperum fyrir börn. Eftir að hún flutti aftur heim til Íslands starfaði hún sem grunnskólakennari í nokkur ár.

Margrét hefur í gegn um árin komið fram sem einsöngvari við ýmis tækifæri, tók hún þátt í uppfærslu Borgarleikhússins á söngleiknum Söngvaseiður, þar sem hún gekk tímabundið í klaustur. Einnig hefur hún haldið ýmsa einsöngstónleika með þemabundnum efnisþræði. T.a.m. Álfatónleika í Listasafni Mosfellsbæjar með Iwonu Ösp Jagla, Vetrarsálmar í Víðistaðakirkju ásamt Baldvini Eyjólfssyni gítarleikara svo fátt eitt sé nefnt. Nú starfar hún sem söngkennari og forskólakennari við Tónlistarskólann á Akureyri.

Af miði.is þar sem tónleikar Margrétar og Daníels Þorsteinssonar píanóleikar voru auglystir 3. apríl 2015

Staðir

Listaskóli Mosfellsbæjar Tónlistarnemandi -
Tónlistarskólinn á Akureyri Tónlistarnemandi -
Söngskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -2001
Tónlistarháskólinn í Vínarborg Háskólanemi -2004
Háskólinn á Akureyri Háskólanemi -
Tónlistarskólinn á Akureyri Tónlistarkennari -

Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi, kennari, söngkennari, söngkona, tónlistarkennari og tónlistarnemandi
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 8.01.2016