Sveinn Rúnar Sigurðsson 24.12.1976-

Sveinn tók fyrst þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins árið 2003. Hann hefur unnið keppnina í tvígang, fyrst árið 2004 með Heaven í flutningi Jónsa og síðar árið 2007 með Valentine Lost í flutningi Eiríks Haukssonar. Hann hefur hins vegar látið lítið fara fyrir sjálfum sér í fjölmiðlum.

Sveinn lærði píanóleik hjá Ferenc Utassy og Jóni Sigurðssyni og orgelleik við Tónskóla Þjóðkirkjunnar undir leiðsögn Pavel Manászek og Úlriks Ólafssonar. Sveinn hefur verið með annan fótinn í A-Evrópu síðan 2005. Fyrst í Moskvuborg en síðustu ár hefur hann verið búsettur í Ungverjalandi.

Þrátt fyrir að þekkja vel til Söngvakeppninnar spilar og hlustar Sveinn þó mest á klassíska tónlist og þá helst rússnesku píanótónskáldin. Sveinn semur jafnframt mestmegnis píanótónlist af klassískum toga.

Sveinn á þrjú lög í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. Samtals hefur hann þá átt 10 lög í keppninni, sem er met.

Af vef ruv.is 8. janúar 2012

Staðir

Tónskóli Þjóðkirkjunnar Tónlistarnemandi -

Tengt efni á öðrum vefjum

Lagahöfundur, læknir, organisti, píanóleikari og tónlistarnemandi
Ekki skráð
Ekki skráð