Gunnar Dal (Halldór Sigurðsson) 04.06.1923-22.08.2011

... Foreldrar Gunnars voru Sigurður Davíðsson kaupmaður og Margrét Halldórsdóttir.

Gunnar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík og stundaði því næst heimspekinám í Edinborg í Skotlandi, Kalkútta á Indlandi og í Wisconsin í Bandaríkjunum.

Eftir Gunnar liggur fjöldi ritverka, ljóða, skáldsagna og þýðinga. Hann var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 2004 fyrir ritstörf og framlag til menningar.

Eiginkona hans, Elísabet Lilja Linnet er látin. Fyrri eiginkonur hans voru Pálína Guðvarðardóttir og María Sigurðardóttir. Hann eignaðist þrjú björn og átti fjögur stjúpbörn.

Úr andlátsfregn í Fréttablaðinu 24. ágúst 2011, bls. 2.

Erindi


Tengt efni á öðrum vefjum

Heimspekingur og rithöfundur

Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014