Hákon Jónsson 09.07.1774-17.02.1817

Prestur. Stúdent 1801 frá Reykjavíkurskóla eldra. Kenndi í 9 ár en fékk Eyri í Skutulsfirði 24. júní 1810.Skipaður prófastur í Norður-Ísafjarðarsýslu daginn eftir og hélt hvoru tveggja til æviloka. Lenti í snjóflóði á leið frá Hóli í Bolungarvík. Vel gefinn maður og vel að sér, söngmaður, smiður og hagmæltur nokkuð. Nokkur ritverk liggja eftir hann.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 233-34.

Staðir

Eyrarkirkja, Skutulsfirði Prestur 24.06.1810-1817

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 1.08.2015