Jens Sigurðsson 06.07.1813-02.11.1872

<p>Prestur. Stúdent 1837 frá Bessastaðaskóla. Lauk guðfræðiprófi frá Hafnarháskóla 1845. Fékk Breiðabólstað á Skógarströnd 3. desember 1846 en afsalaði sér því 3. apríl 1847, fékk Staðastað 13.nóvember 1847 en fór þangað ekki en hélt þó prestakallinu nokkurn hluta ársins 1848 og fékk þá adjunktembætti við Lærða skólann, fékk Kolfreyjustað 27. júní 1861 en hafnaði því á sama ári. Varð yfirkennari við Lærða skólann 8. ágúst 1862 og rektor 20. apríl 1869 en hafði áður gegnt því í forföllum. Var þjóðfundarfulltrúi.</p>

Staðir

Breiðabólstaðarkirkja Snæfellsnesi Prestur 03.12.1846-1847
Staðakirkja á Staðastað Prestur 13.11.1847-1848
Kolfreyjustaðarkirkja Prestur 27.06.1861-1861

Prestur og rektor
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 2.01.2015