Ólafur Briem 05.10.1875-22.04.1930

<p>Prestur. Stúdent frá Lærða skólanum 1897. Cand. theol. frá Prestaskólanum 16. júní 1900. Veittur Stóri-Núpur 4. júní 1918 og var vígður 14. sama mánaðar. Þjónaði þar til æviloka. Þjónaði jafnframt Ólafsvallasókn sem lögð var undir embættið 1. ágúst 1925. Sat í hreppsnefnd og var oddviti um tíma sem og í sýslunefnd.</p> <p align="right">Heimild: Guðfræðingatal 1847-2002 eftir Gunnlaug Haraldsson bls. 674-75 </p>

Staðir

Stóra-Núpskirkja Aukaprestur 13.10. 1900-1918
Stóra-Núpskirkja Prestur 04.06. 1918-1930

Aukaprestur , prestur og sýslunefndarmaður

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 3.12.2018