Stefán Ragnar Höskuldsson 20.06.1975-

<p>Stefán Ragnar Höskuldsson lék fyrst með Sinfóníuhljómsveit íslands þegar hann lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1995, en þaðan hélt hann til RoyalNorthern College þar sem hann nam flautuleik undir handleiðslu Peters Lloyd og Wissams Boustany. Stefán Ragnar Höskuldsson er leiðandi flautuleikari í hljómsveit Metropolitan-óperunnar í New York og hefur hlotið viðurkenningu sem einn fremsti flautuleikari í Bandaríkjunum um þessar mundir.</p> <p>Hann leikur reglulega í Carnegie Hall og Zankel Hall undir stjórn James Levine, en hann hefur einnig leikið m.a. undir stjórn Valeríjs Gergíev, Daníels Barenboim, Esa-Pekka Salonen og Riccardos Muti. Hann hefur margoft leikið í beinum heimsútsendingum frá Metropolitan-óperunni.</p> <p>Stefán Ragnar er einnig virkur í flutningi kammer- og einleikstónlistar. Honum var boðið að vera sérstakur gestur á meistaranámskeiði sir James Galway í Luzern í Sviss árið 2009, þar sem hann hélt einleikstónleika og lék einnig dúett með Galway. Á síðasta ári hélt Stefán Ragnar röð meistaranámskeiða við Guildhall og Royal Academy of Music í Lundúnum, og við Conservatorio Real í Madrid. Þá er hann gestaprófessor við Mannes College of Music og Manhattan school of Music í New York, og kennir við Pacific Music festival í Sapporo í Japan. Hann hefur einnig leikið með öðrum virtum hljómsveitum í Bandaríkjunum, m.a. Mostly Mozart-hljómsveitinni í New York og Sinfóníuhljómsveitinni í Chicago.</p> <p align="right">Af vef tónlistarhátíðarinnar Við Djúpið 2012.</p>

Tengt efni á öðrum vefjum

Flautuleikari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 8.11.2013