Katrín Viðar (Katrín Norðmann) 01.10.1895-27.04.1989

<p>Árið 1913 er frá því sagt að ung kona, Katrín Norðmann, hafi verið við tónlistarnám erlendis ásamt nokkrum ungum mönnum. Hún giftist síðar Einari Viðar, sem reyndar var einn af mörgum dóttursonum Péturs Guðjónssonar, og dóttir þeirra er Jórunn tónskáld Viðar. Katrín er enn á lífi í hárri elli, hefur til skamms tíma starfað sem píanókennari og rak um árabil hljóðfæraverslun hér í borg.</p> <p align="right"><a href="http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3305442">Íslenzkar konur í tónlist</a>. Jón Þórarinsson. Lesbók Morgunblaðsins. 24. desember 1986, bls. 4.</p> <p>Katrín fæddist í Reykjavík 1.9.1895 en ólst upp á Akureyri til ársins 1908 er faðir hennar lést og fjölskyldan flutti aftur til Reykjavíkur. Hún lauk prófi frá VÍ og stundaði síðan nám í píanóleik í Berlín í tvö ár. Katrín var píanókennari í fjölda ára en rak jafnframt hljóðfæraverslun í Reykjavik um árabil. Hún var formaður Skautafélags Reykjavíkur um skeið.</p> <p>Fyrri maður Katrínar var Einar Viðar, f. 15.8.1887, d. 28.5.1923, bankaritari og söngvari í Reykjavík. Foreldrar Einars voru Indriði Einarsson, rithöfundur, alþingismaður og skrifstofustjóri fjármáladeildar Stjórnarráðsins, og kona hans, Martha María Guðjohnsen húsfreyja</p> <p>Einar og Katrín eignuðust tvær dætur: Jórunni Viðar, f. 7.12.1918, tónskáld og píanóleikara í Reykjavík, ekkja eftir Lárus Fjeldsted forstjóra og eignuðust þau þrjú börn, Lárus Fjeldsted, framkvæmdastjóra í Reykjavík, Katrínu Fjeldsted, lækni og borgarráðsmanns í Reykjavík, og Lovísu Fjeldsted, sellóleikara í Reykjavík; Drífa Viðar, f. 5.3.1920, d. 19.5.1971, cand. phil., barnakennari og rithöfundur í Reykjavík en maður hennar, sem einnig er látinn, var Skúil Thoroddsen læknir og eignuðust þau fjögur börn, Einar Thoroddsen, lækni í Reykjavík, Theodóru Thoroddsen, meinatækni í Reykjavík; Guðmund Thoroddsen myndlistarmann og Jón Thoroddsen, rithöfund og þýðanda.</p> <p>Seinni maður Katrínar var Jón Sigurðsson, f. 15.5.1895, d. 16.1.1979, skólastjóri Laugarnesskólans í Reykjavík. Foreldrar Jóns voru Sigurður Magnússon, b. á Hjartarstöðum í Eiðaþinghá, og síðari kona hans, Ragnhildur Einarsdóttir frá Hafursá í Skógum.</p> <p>Foreldrar Katrínar voru Jón Steindór Jónsson Norðmann, kaupmáður á Akureyri, f. 28.1. 1858, d. 1.6.1908, og kona hans, Jórunn Einarsdóttir frá Hraunum, f. 16.5.1871, d. 11.9.1961. Jón var sonur Jóns Norðmanns, prests á Barði, Jónssonar, b. á Krakavöllum, Guðmundssonar, bróður Vatnsenda-Rósu, og Sigríðar, langömmu Sigurðar Nordals og Valtýs Stefánssonar. Móðir Jóns var Guðrún Guðmundsdóttir, b. í Lönguhlíð, Ívarssonar, bróður Björns, afa Bjargar, ættmóður Kjarnaættarinnar, langömmu Friðriks Friðrikssonar æskulýðsleiðtoga. Björn var einnig langafi Stefáns, afa Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Móðir Jóns Norðmanns var Margrét sem talin var laundóttir Jóns Þorlákssonar, prests og skálds á Bægisá.</p> <p>Móðir Jóns Steindórs var Katrín, systir Margrétar, móður Jóns Þorlákssonar forsætisráðherra. Önnur systir Katrínar var Guðrún, amma Sigurðar Nordals. Katrín var dóttir Jóns, prests á Undirfelli, Eiríkssonar og konu hans, Bjargar, systur Ragnheiðar, ömmu Einars Benediktssonar skálds. Björg var dóttir Benedikts Vídalíns, stúdents á Víðimýri. Móðir Bjargar var Katrín Jónsdóttir, biskups á Hólum, Teitssonar og konu hans, Margrétar Finnsdóttur, biskups í Skálholti, Jónssonar, ættfóður Finsenættarinnar.</p> <p>Jórunn var dóttir Einars Baldvins, alþingismanns á Hraunum í Fljótum, Guðmundssonar, b. á Hraunum, Einarssonar, bróður Baldvins þjóðfrelsismanns. Móðir Einars var Helga Gunnlaugsdóttir, b. í Neðra-Ási, Björnssonar, og konu hans, Margrétar Gísladóttur, konrektors á Hólum, Jónssonar, bróður Katrínar á Víðimýri. Móðir Jórunnar var Kristín, systir Gísla, afa Einars Olgeirssonar. Kristín var dóttir Páls, prests og skálds á Völlum í Svarfaðardal, Jónssonar, og konu hans, Kristínar Þorsteinsdóttur, systur Kristínar, ömmu Bjarna Jónssonar vígslubiskups.</p> <p align="right">Andlátsfregn. Dagblaðið Vísir - DV. 8. maí 1989, bls. 43.</p>

Skjöl

Kartrín Viðar Mynd/jpg
Katrín Viðar Mynd/jpg

Tengt efni á öðrum vefjum

Píanókennari , píanóleikari , tónlistarmaður og verslunarmaður

Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014