Grettir Björnsson 02.05.1931-20.10.2005

Grettir ólst upp hjá móður sinni, á Bjargi fyrstu 2 árin. Árið 1933 giftist Margrét Arinbirni Árnasyni, frá Neðri-Fitjum. Ári síðar flytjast þau til Hafnarfjarðar og síðar til Reykjavíkur. Grettir lauk gagnfræðaskólanámi. Þar að auki stundaði hann klarinettunám í Tónlistarskólanum í Reykjavík og harmónikunám í einkatímum. Hann fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Kanada árið 1952. Eftir níu ára búsetu þar fluttist hann heim til Íslands ásamt konu sinni og fjórum börnum. Grettir hefur alla tíð unnið sem harmónikuleik- ari, við hljómsveitarstörf og harmónikukennslu. Einnig hefur hann spilað inn á allmargar hljómplötur og samið harmónikulög og unnið til margra verðlauna. Grettir hefur m.a. verið kjörinn heiðursfélagi Félags harmónikuunnenda í Reykjavík. Grettir var húsamálari að mennt og vann við þá iðngrein alla tíð ásamt spilamennskunni.

Úr minningargrein í Morgunblaðinu 28. október 2005, bls. 38.

Plötur Grettis gefnar út af SG - hljómplötum:

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Hljómsveit Svavars Gests Harmonikuleikari

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 17.06.2017