Eivör Pálsdóttir (Eivør) 21.07.1983-

Eivör er fædd í Færeyjum og ákvað 15 ára að helga sig tónlist. Færeyjar veita henni listrænan innblástu en hún hefur líka sterk tengsl við önnur norræn lönd – dvaldi meðal annars um tíma á Íslandi og hlaut þar tilnefninguna kvensöngvari ársins 2003. Eivör kemur jöfnum höndum fram ein með gítar eða með eigin hljómsveit. Tónlist hennar er stundum þjóðlagaskotin; hún flytur líka eigin tónsmíðar eða lög gerð í samvinnu við tónlistarmenn úr ýmsum áttum.

Eivör heldur mikið af tónleikum og gerir nú út frá Danmörku. Mörg laga hennar eru sungin á færeysku, suma á íslensku og nýlega á ensku í vaxandi mæli. Fyrsta plata hennar kom út þegar hún var 16 ára og áttunda plata hennar kom út 2012.

Byggt á texta af vef Eivarar – nóvember 2013.

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Lagahöfundur og söngkona
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 9.11.2013