Benedikt Árnason 1738-17.08.1825

<p>Prestur og prófastur.Stúdent frá Hólaskóla 1763. Var djákni þar í 3 ár en vígðist síðan aðstoðarprestur að Felli í Sléttuhlíð 24. júní 1766, fékk það prestakall 26. febrúar 1767. Hann vék sjálfkrafa frá því embætti þar sem hann taldi sig hafa barnað konu sína of snemma. Leitaði hann til læknadeildar Hafnarháskóla en deildin taldi að verið gæti að barnið væri getið í hjónabandi og staðfest með konungsúrskurði gegn áliti ljósmóður árið 1770. Fékk Blöndudalshóla 1772, Bergsstaði 1782 og Hof á Skagaströnd 1784, Kvennabrekku 1796 og var prófastur Dalasýslu frá 1801-1816, Fékk Hjarðarholt 9. maí 1804 og var þar til dauðadags. Gaf upp embættið við Stefán son sinn 1821. Talinn hafa liprar gáfur, góður kennimaður, andríkur og málsnjall, skrifari góður og búmaður sæmilegur.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 116. </p>

Staðir

Fellskirkja Aukaprestur 24.06.1766-1767
Fellskirkja Prestur 26.02.1767-1769
Blöndudalshólakirkja Prestur 1772-1782
Bergsstaðakirkja Prestur 1782-1784
Hofskirkja Prestur 1784-1796
Kvennabrekkukirkja Prestur 1796-1804
Hjarðarholtskirkja Prestur 09.05.1804-1821

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 22.01.2019