Arne Ivar Petersen 05.11.1915-19.08.1969

<p>Arne Ivar Petersen fæddist í Danmörku 5. nóvember 1915 í Valby Kaupmannahöfn. Foreldrar hans voru Thomas og Caroline Petersen. Faðir hans var garðyrkjumaður og starfaði aðallega í görðum sem tilheyrðu konungdæminu. Þannig að hann var titlaður konunglegur garðyrkjumaður!</p> <p>Að loknu gagnfræðaskólaprófi hóf hann nám í hljóðfærasmíði. Hann þjáðist alla æfi af mjög slæmu stami og eftir því sem systir hans segir háði það honum mjög í námi. Kennarar á þeim tíma höfðu víst ekki mikla þolinmæði gagnvart þessháttar fötlun og varð skólanámið því ekki meira af þeim sökum. Arne Ivar var mjög vel gefinn maður, bókelskur og músikalskur. Hann byrjaði ungur að læra á fiðlu og þótti mjög góður fiðluleikari en það háði honum við spilamennskuna að fingurgómarnir voru afar viðkvæmir og blæddi oft úr þeim.</p> <p>Um 1937 eða 1938 kynnist hann íslenskri stúlku Guðrúnu Nikulásdóttur, fæddri 4. ágúst 1916, og giftast þau 1938. Ætluðu þau að flytja til Íslands fljótlega eftir giftinguna, en þá skall heimstyrjöldin á svo ekkert varð úr því. Bjuggu þau í Kaupmannahöfn öll stríðsárin þar sem Arne Ivar starfaði við sitt fag. Þarna eignuðust þau tvö börn, Árna (1940) og Alice Björgu (1946).</p> <p>Í maímánuði 1946 flytja þau til Íslands og fá húsnæði hjá föður Gudrúnar, Nikulási Halldórssyni trésmið, á Unnarstíg 2 í vesturbæ Reykjavíkur. Þar fæðast svo fjögur börn til viðbótar: Ingveldur Jóna (1947), Ragnar (1950), Erling (1952) og Birgir (1955).</p> <p>Á Unnarstígnum starfaði Arne Ivar við sitt fag, fyrstu árin í íbúðinni og síðar í aðstöðu hjá tengdaföður sínum sem rak trésmíðaverkstæði á lóðinni á Unnarstígnum. Ég man eftir mörgum hljóðfæraleikurum sem komu til hans með hljóðfæri sín til viðgerðar, t.d. Jón Sen, Weishappel, Edelstein, Victor Urbancic og Birni Ólafssyni konsertmeistara svo einhverjir séu nefndir.</p> <p>Pabbi sá alveg um fiðlu Björns, bæði stillingar og viðgerðir. Hann fékk svo aðstöðu til hljóðfæraviðgerða í Bankastræti og síðast í skúr sem stóð á baklóð við Amtmannstíg 2. Þar var hann í einhver ár, en hætti svo við hljóðfæraviðgerðirnar og fór að vinna sem húsasmiður. Tekjur af hljóðfæraviðgerðum hafi sennilega ekki dugað til að framfleyta svo stórri fjölskyldu og honum því nauðugur einn kostur að skipta um starfsvettvang.</p> <p>Vorið 1959 flytur fjölskyldan út fyrir bæinn. Kaupir þar lítið hús, Ásulund. Arne Ivar ætlaði að stækka húsið og búa í sveitasælunni og rækta hænur, en lítið varð úr þeim framkvæmdum. Arne Ivar var mikill draumóramaður og vildi oft meira en hann gat staðið við, úthaldið var ekki mikið og líka oft mikið peningaleysi. En hann vildi vel og hann var hlýr maður þó hann ætti oft erfitt með að sýna það því hann var mjög dulur.</p> <p>Arne Ivar og Guðrún skildu í kringum 1966-67 og flutti hann þá til Ísafjarðar ásamt Ragnari syni sínum. Þar dvaldi hann stuttan tíma og vann við smíðar, en flutti svo til Danmerkur og vann hjá Grænlensku jarðfræðistofnuninni í Kaupmannahöfn.</p> <p>Arne Ivar ferðaðist töluvert um Danmörku eftir að hann flutti út. Í síðustu ferð sinni var hann á baðströnd á Norður-Sjálandi þegar hann fékk aðsvif og lést stuttu seinna, 19. ágúst 1969.</p> <p align="right">Heimild: Alice Björg Petersen, dóttir Arne Ivars.</p> &nbsp; <p>Fjölskylda Arne Ivars fullyrðir að hann hafi smíðað sellóið sem gert var sérstaklega fyrir Erling Blöndal Bengtsson þegar hann var fjögurra ára. Arne Ivars vann þá hjá hljóðfærasmiðnum Hans Dahl í Kaupmannahöfn. Sjá myndir á síðu <a href="http://www.ismus.is/i/person/id-1003665">Erlings Blöndal</a>.</p> <p>Jón Hrólfur - 12.10.1912.</p>

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Fiðluleikari , hljóðfærasmiður og tónlistarmaður
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 2.09.2020