Hallgrímur Eldjárnsson 01.08.1723-12.04.1779

Prestur. Stúdent frá Hólaskóla 1744, varð djákni á Munkaþverá 3. júní sama ár. Fór til Hafnar og skráður í stúdentatölu í Hafnarháskóla í desember 1745. Lauk embættisprófi í guðfræði 1746. Kom það sama ár til landsins og vígðist 20. janúar 1748 aðstoðarprestur fóstra síns á Hrafnagili og settur til að aðstoða hann í prófastsstörfum hans. Fékk Bægisá 1751, varð prófastur í Vaðlaþingi 1753, fékk Hrafnagil 1754 en fluttist ekki þangað, fékk Laufás 1768 og fluttist þangað það vor en 30. maí sama ár Grenjaðarstað og var þar til æviloka. Hann var vel gefinn, allgott skáld, og orti marga sálma og kvæði, þar á meðal Dúðadurtsvísur og Tíðavísur.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 280-81. </p>

Staðir

Bægisárkirkja Prestur 1751-1754
Laufáskirkja Prestur 1768-1768
Grenjaðarstaðakirkja Prestur 1768-1779
Hrafnagilskirkja Aukaprestur 20.01.1747-1751

Erindi


Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 3.05.2017