Sveinbjörn Beinteinsson 04.07.1924-23.12.1993

Sveinbjörn Beinteinsson, bóndi og allsherjargoði, Draghálsi í Svínadal í Borgarfirði, lést 25. desember sl. Hann var kvaddur frá safnaðarheimilinu Vinaminni á Akranesi í gær og jarðsettur í kirkjugarðinum í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd.

Sveinbjörn var fæddur 4.7.1924 í Grafardal í Skorradalshreppi í Borgarfirði. Hann bjó á Draghálsi í Svínadal frá 1934 og var bóndi þar frál944.

Sveinbjöm var formaður Ungmennafélagsins Vísis í 10 ár, sat í stjórn Ungmennasambands Borgarfjarðar og Rithöfundafélags íslands um skeið og var í stjórn Skógræktarfélags Borgarfjarðar frá 1977. Hann var forstöðumaður Ásatrúarfélagsins og allsherjargoði frá 1972.

Ritstörf: Gömlu lögin, rimur, 1945. Bragfræði og háttatal, 1953. Stuðlagaldur, kvæði, 1954. Vandkvæði, ljóð, 1957. Reiðljóð, 1957. Heiðin, kvæðabók, 1984. Gátur I-III, 1985-91. Bragskógar, Ijóð, 1989. Útgáfur: Rímnavaka, 1959. Rímnasafn, sýnisbók, 1966. Fúsakver, 1976. Rimnasafn Sigurðar Breiðfjörð 1-6, 1961-73. Borgfirðingaljóð (ásamt fleirum), 1991. Kvæðalög: Snælda tengd Bragfræði og háttatali, 1981. Eddukvæði, hljómplata, 1982. Sveinbjörn Beinteinsson: Edda, hljómplata og geisladiskur, London 1990. Bókin Allsherjargoðinn, skráð af Berglindi Gunnarsdóttur.

Sveinbjörn flutti oft kveðskap og las í útvarpi og flutti einnig erindi og kveðskap í skólum og á mannamótum. Hann ritaði ýmislegt í blöð, tímarit og safnrit.

Kona Sveinbjörns var Svanfríður Hagvaag, f. 22.2.1949, þau skildu.

Synir Sveinbjörns og Svanfríðar: Georg Pétur Sveinbjörnsson, f. 25.4. 1965; Einar Sveinbjörnsson, f. 22.4. 1966.

Systkini Sveinbjörns: Georg Pétur, f. 12.4.1906, d. 2.8.1942, vinnumaður; Halldóra, f. 19.4.1907, d. 28.9. 1968, húsmóðir; Einar, f. 5.2.1910, d. 18.7.1978, sjómaður; Sigríður, f. 30.4.1912, húsmóðir; Björg, f. 5.5. 1914, matreiðslukona; Guðný, f. 28.4. 1914, d. 29.5.1958, verkakona; Ingibjörg, f. 1.1.1920, d. 29.3.1988, húsmóðir.

oreldrar Sveinbjörns: Beinteinn Einarsson, f. 17.7.1873 í Litlabotni á Hvalfjarðarströnd, f. 10.12.1956, bóndi, og Helga Pétursdóttir, f. 15.9. 1884 á Draghálsi í Svínadal í Borgarfirði,d. 11.8.1971, húsmóðir.

Andlátsfregn. Dagblaðið Vísir - DV. 7. janúar 1994, bls. 34.

Erindi

Heimildarmaður/flytjandi í eftirfarandi hljóðritum

53 hljóðrit
Dags Safnmark Efni Heimildarmenn #
22.06.1959 SÁM 87/1060 EF Alþingisrímur: Það var eitt af þingsins verkum Sveinbjörn Beinteinsson 36197
22.06.1959 SÁM 87/1060 EF Rímur af Oddi sterka: Liggur blár í logni sær Sveinbjörn Beinteinsson 36198
21.01.1969 SÁM 87/1110 EF Hjaðningarímur, fyrsta ríma. Á undan er kynning á skáldinu og efni rímnanna Sveinbjörn Beinteinsson 36567
21.01.1969 SÁM 87/1110 EF Hjaðningarímur, önnur ríma Sveinbjörn Beinteinsson 36568
21.01.1969 SÁM 87/1111 EF Hjaðningarímur, þriðja ríma Sveinbjörn Beinteinsson 36569
21.01.1969 SÁM 87/1111 EF Hjaðningarímur, fjórða ríma Sveinbjörn Beinteinsson 36570
21.01.1969 SÁM 87/1112 EF Hjaðningarímur, fimmta ríma Sveinbjörn Beinteinsson 36571
21.01.1969 SÁM 87/1112 EF Hjaðningarímur, sjötta ríma Sveinbjörn Beinteinsson 36572
21.01.1969 SÁM 87/1113 EF Hjaðningarímur, sjötta ríma Sveinbjörn Beinteinsson 36573
22.01.1969 SÁM 87/1113 EF Króka-Refsrímur: Hér skal fánýt Frosta hind Sveinbjörn Beinteinsson 36574
22.01.1969 SÁM 87/1113 EF Samtal um kveðskap Sveinbjörn Beinteinsson 36575
22.01.1969 SÁM 87/1114 EF Ríma ort út af vísu í gömlum Njálurímum og vísu í Gunnarsrímum Sigurðar Breiðfjörð: Mörður gígja mað Sveinbjörn Beinteinsson 36577
22.01.1969 SÁM 87/1114 EF Rímur af Lykla-Pétri og Magelónu: Brotnaði tvisvar Frosta far í flæða inni Sveinbjörn Beinteinsson 36578
22.01.1969 SÁM 87/1114 EF Rímur af Lykla-Pétri og Magelónu: Skilda ég við þar bragurinn beið Sveinbjörn Beinteinsson 36579
22.01.1969 SÁM 87/1114 EF Rímur af Lykla-Pétri og Magelónu: Getið var í fræði fyrr Sveinbjörn Beinteinsson 36580
17.03.1969 SÁM 87/1117 EF Fuglakvæði: Sendlinga sá ég marga, á undan er sagt frá höfundi kvæðisins Sveinbjörn Beinteinsson 36600
17.03.1969 SÁM 87/1117 EF Uppreisnarmaður: Finn ég mig loks á flæðiskeri staddan Sveinbjörn Beinteinsson 36601
17.03.1969 SÁM 87/1117 EF Rós: Rauðar hlíðar og bláar brækur Sveinbjörn Beinteinsson 36602
30.04.1969 SÁM 87/1130 EF Rímur af Pétri Hoffmann: Sterkleg braka stormahljóð; brot úr rímu sem segir frá álaveiðum vestur á M Sveinbjörn Beinteinsson 36724
30.11.1970 SÁM 87/1143 EF Kveðin Jannesarríma, en á undan er sagt frá Guðmundi Bergþórssyni rímnaskáldi og skáldskap hans. Man Sveinbjörn Beinteinsson 36835
16.03.1971 SÁM 87/1145 EF Hróbjartsríma: Heyri fólk sem hefur skemmtun kæra Sveinbjörn Beinteinsson 36843
28.07.1977 SÁM 93/3658 EF Æviatriði Sveinbjörn Beinteinsson 37861
28.07.1977 SÁM 93/3658 EF Um hermenn í Hvalfirði og viðhorf til þeirra Sveinbjörn Beinteinsson 37862
28.07.1977 SÁM 93/3658 EF Hermenn í Hvalfirði urðu fyrir skakkaföllum vegna álaga á Miðsandi og Litlasandi; nýlega urðu menn f Sveinbjörn Beinteinsson 37863
28.07.1977 SÁM 93/3658 EF Um álög á Litlasandi þar sem enginn má búa lengur en tíu ár, hvalstöðin hefur nú verið þar miklu len Sveinbjörn Beinteinsson 37864
28.07.1977 SÁM 93/3658 EF Meira um óveður sem gerði þegar hermenn brutu gegn álögum á Litlasandi og tækjabilanir þegar brotið Sveinbjörn Beinteinsson 37865
28.07.1977 SÁM 93/3658 EF Minnst á að hermennirnir hafi orðið varir við reimleika við Bláskeggsá; heimildir fyrir sögunum af á Sveinbjörn Beinteinsson 37866
28.07.1977 SÁM 93/3658 EF Engir draumar fyrir komu hersins, en einhverjir sáu fylgjur hermanna; bent á aðra heimildarmenn Sveinbjörn Beinteinsson 37867
28.07.1977 SÁM 93/3659 EF Telur að landvættir leggist á móti verksmiðjubyggingu á Grundartanga; óljósar sagnir eru til um álag Sveinbjörn Beinteinsson 37868
28.07.1977 SÁM 93/3659 EF Örnefni á Draghálsi hafa verið skráð; Norðlingabakki, Norðlingavað, Amtmannshólmi, Svanlaugslind Sveinbjörn Beinteinsson 37869
28.07.1977 SÁM 93/3659 EF Reimt í kringum Gulasíki, eftir að einhver drukknaði í því; óvættur í Draghálsvatni Sveinbjörn Beinteinsson 37870
28.07.1977 SÁM 93/3659 EF Blettur í Grafardal sem ekki mátti slá og annar á Brekku á Hvalfjarðarströnd og á fleiri stöðum; sam Sveinbjörn Beinteinsson 37871
28.07.1977 SÁM 93/3659 EF Örnefni tengd fyrstu byggð eru fá, eyðibýli sem löngu er farið í eyði sem hét Gröf og dalurinn er lí Sveinbjörn Beinteinsson 37872
28.07.1977 SÁM 93/3659 EF Til staðir sem huldufólk átti að búa á, en engir staðir nefndir Sveinbjörn Beinteinsson 37874
28.07.1977 SÁM 93/3659 EF Óljósar sagnir af útburði við Ingutjarnir Sveinbjörn Beinteinsson 37875
28.07.1977 SÁM 93/3659 EF Maður varð úti á engjunum á Draghálsi á síðustu öld; hrafn lét vita af manninum með því að krunka vi Sveinbjörn Beinteinsson 37876
28.07.1977 SÁM 93/3659 EF Alltaf tveir bæjarhrafnar á Draghálsi, spjall um hrafninn og viðhorf til hans; hrafninn getur boðað Sveinbjörn Beinteinsson 37877
28.07.1977 SÁM 93/3660 EF Hrafn kom á þakið og krunkaði áður en faðir heimildarmanns dó Sveinbjörn Beinteinsson 37878
28.07.1977 SÁM 93/3660 EF Kom oft ókyrrð í ketti og hunda áður en gestir komu og fólk veit oft fyrirfram um gestakomur; lýsing Sveinbjörn Beinteinsson 37879
28.07.1977 SÁM 93/3660 EF Á Ferstikluhálsi er Hallsbæli, þar á að vera reimt; annar óhreinn staður er Djúpagil á Hvalfjarðarst Sveinbjörn Beinteinsson 37880
28.07.1977 SÁM 93/3660 EF Menn dreymdi fyrir gestakomum og sumt fólk var næmt fyrir slíku; algengt að fólk dreymdi fyrir veðri Sveinbjörn Beinteinsson 37881
28.07.1977 SÁM 93/3660 EF Sagt frá atburðum og sterkum mönnum, sögð ævintýri, faðir heimildarmanns sagði fornsögur, riddarasög Sveinbjörn Beinteinsson 37882
28.07.1977 SÁM 93/3660 EF Sterkir bræður í Skorradal lyftu steini sem enn er í Haga í Skorradal Sveinbjörn Beinteinsson 37883
28.07.1977 SÁM 93/3660 EF Sagðar voru sögur um skrítið fólk, presta og fleira, svona sögur eru sagðar enn; einnig voru sagðar Sveinbjörn Beinteinsson 37884
28.07.1977 SÁM 93/3660 EF Breytingar við komu útvarps, síma og rafmagns Sveinbjörn Beinteinsson 37885
28.07.1977 SÁM 93/3661 EF Breytingar við komu útvarpsins, síma og rafmagns Sveinbjörn Beinteinsson 37886
28.07.1977 SÁM 93/3661 EF Breytingar á búskaparháttum með nýrri tækni og varúð við að róta við ýmsum blettum, einnig um bíla Sveinbjörn Beinteinsson 37887
28.07.1977 SÁM 93/3661 EF Óljóst sagt frá því að menn hafi tekið upp farþega sem hefur síðan horfið, á Holtavörðuheiði og við Sveinbjörn Beinteinsson 37888
28.07.1977 SÁM 93/3661 EF Tortryggni hermanna gagnvart Íslendingum sem þeir héldu að væru hliðhollir Þjóðverjum Sveinbjörn Beinteinsson 37889
28.07.1977 SÁM 93/3661 EF Leirárskotta fylgdi fólki úr Leirársveit, lýsti sér í aðsóknum Sveinbjörn Beinteinsson 37890
28.07.1977 SÁM 93/3661 EF Spurt um draugagang, aðeins minnst á Hallsbæli og Djúpagil; samtal um aðsóknir, fólk vaknaði til dæm Sveinbjörn Beinteinsson 37891
28.07.1977 SÁM 93/3661 EF Samtal um skyggnt fólk og breytingar sem hafa orðið Sveinbjörn Beinteinsson 37892
28.07.1977 SÁM 93/3661 EF Talið var að bóndinn á Geitabergi hefði komist í kast við skrímsli í Draghálsvatni Sveinbjörn Beinteinsson 37893

Tengt efni á öðrum vefjum

Allsherjargoði, bóndi, kvæðamaður, rímnaskáld og skáld

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 8.12.2017