Hákon Leifsson 07.05.1958-

<p><strong>Námsferill:</strong> Hákon lagði ungur stund á hornleikaranám við Konunglega Konservatoríið í Kaupmannahöfn. Lék á hljóðfærið með Sinfóníuhljómsveit Íslands í einstökum óperuuppfærslum. Hann lauk blásarakennaraprófi á hljóðfærið 1986 frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Stundaði einnig tónsmíðanám hjá Hallgrími Helgasyni, Atla Heimi Sveinssyni og við Hochschule der Darstellenden Künste Vínarborg 1986-88 þaðan sem hann lauk prófi í tónfræðum. Hákon lauk meistaragráðu (Master of Music) í hljómsveitarstjórn frá New England Conservatory í Boston árið 1990. Hákon lauk í ágúst 2004 doktorsprófi frá University of Washington, Seattle undir handleiðslu prófessor Abraham Kaplan (16 ár kórstjóri við New York Fílharmóníuna og yfirmaður kórdeildar Julliard tónlistarháskólans í New York á sama tíma) og Peter Erös. Hákon hefur verið meðlimur í Tónskáldafélagi Íslands síðan 1995. Einnig er hann menntaður leikari og meðlimur í Félagi íslenskra leikara.</p> <p><strong>Starfsferill:</strong> Hákon starfaði sex ár sem tónlistarkennari á níunda áratugnum. Hákon starfaði sem tónlistarstjóri í Admiral Congregational Church, West Seattle, Wa., veturinn 1999-2000.Hann hefur starfað sem organisti á Hornafirði, í Þorlákshöfn,á Seltjarnarnesi og nú síðast í Keflavík. Hákon hefur starfað talsvert við hljómsveitarstjórn, meðal annars hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands og Jón Leifs Camerata. Hákon komið fram á Listahátíð Reykjavíkur. Meðal smærri tónlistarhópa sem Hákon hefur stjórnað er Íslenska hljómsveitin, Caput hópurinn og Blásarakvintett Reykjavíkur. Hákon útsetti og stjórnaði uppfærslu á "Suor Angelica" fyrir Óperusmiðjuna/Frú Emilíu 1990. Hann útsetti söngleikinn "Sound of Music" fyrir L.A og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands 1998. Hákon undirbjó Heimskórinn undir uppfærslu á Messías eftir Georg F. Händel (1996), en einsog kunnugt er, sameinast sá kór fjölda annara kóra í söng á tónleikum sínum víðsvegar um heiminn. Hákon er starfandi kórstjóri Háskólakórsins en stofnaði kórinn Vox Academica árið 1996. Hákon hefur samið mikið af tónlist fyrir leiksýningar, þ.á.m. Hafnarfjarðarleikhúsið (Birting er vann til DV verlauna 1997), Alþýðuleikhúsið, LA, Borgarleikhúsið, Frú Emilíu, Íslenska dansflokkinn og eins fjölda áhuga- og skólaleikfélaga. Meðal tónsmíða Hákonar eru tveir ballettar er fylla eina kvöldstund hvor. "Ertu svona kona", fyrir Listahátíð/Þjóðleikhúsi 1992 og Jörvagleði í samvinnu við Borgarleikhúsið 1994. Hákon hefur átt sæti í stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Hann hefur þegið 1/2 árs listamannalaun úr listasjóði Menntamálaráðuneytis 1995. Síðan heim var snúið úr doktorsnámi hefur Hákon starfað sem kórstjóri Háskólakórsins og Vox academica, en frá 2001 hefur hann starfað sem organisti og kórstjóri við Keflavíkurkirkju að aðalstarfi. Hákon lauk í ágúst 2004 doktorsprófi frá University of Washington, Seattle. Lokaritgerðin fjallar um íslenskan tónlistararf og endurspeglun hans í a cappella kórtónlist á Íslandi á 20. öld.</p> <p align="right">Af vef <a href="http://www.habil.is/lix/adjalta?PageDisp=&sysl&vox&&&edit=&GroupId=114848">Vox Academia</a> 15. febrúar 2014.</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Háskólakórinn Kórstjóri

Tengt efni á öðrum vefjum

Hornleikari , kórstjóri , leikari , organisti og tónskáld
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 7.01.2016