Erla Wigelund 31.12.1928-22.02.2021

<p>Erla var í Barnaskóla Keflavíkur, í barnaskóla í Reykjavík og lauk gagnfræðaprófi frá Ingimarsskóla við Lindargötu. Erla starfaði um skeið á lögfræðistofu í Reykjavík og sinnti síðan verslunarstörfum í snyrtivöruversluninni Oculus í Austurstræti. Um þær mundir sótti hún nám við Leiklistarskóla Ævars R. Kvaran en þar kynntist hún lífsförunaut sínum, Kristjáni Kristjánssyni tónlistarmanni. Kristján var hljómsveitarstjóri frægustu dans- og dægurlagahljómsveitar landsins á þeim árum, KK-sextettsins.</p> <p align="right">Úr dánartilkynningu í Morgunblaðiðnu 2. mars 2021, bls. 8</p> <p>Í viðtali sem Bjarki Sveinbjörnsson tók við Erlu 2013 og aðgengilegt er hér neðar (Minningar úr Reykjavík) segir hún frá Kristjáni manni sínum, ýmsum áhugamálum hans og starfi með KK sextettinum. Einnig rekur hún verslunarrekstur þeirra hjóna.</p>

Viðtöl

Skjöl


Húsfreyja og verslunarmaður

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 2.03.2021