Jakob Björnsson 29.06.1836-14.02.1919

<p>Prestur. Stúdent frá Reykjavíkurskóla 1859 með 2. einkunn og lauk prestaskóla 1861. Vígðist aðstoðarprestur í Sauðlauksdal 29. september 1861. Fékk Gufudal 16. ágúst 1862, Hestþing 9. mars 1866, Staðarhraun 20. mars 1869, Torfastaði 9. mars 1875 og loks Saurbæ í Eyjafirði 16. apríl 1884 og þar fékk hann lausn frá embætti 10. maí 1916 en var þar til æviloka. Talinn góður ræðumaður, snjall og sköruglegur í framburði, fjörmaður og knálegur.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 7.</p>

Staðir

Gufudalskirkja Prestur 16.08. 1862-1866
Hestkirkja Prestur 09.03. 1866-1869
Staðarhraunskirkja Prestur 20.03. 1869-1875
Torfastaðakirkja Prestur 09.03. 1875-1884
Saurbæjarkirkja í Eyjafirði Prestur 16.04. 1884-1916

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 19.11.2018