Valgerður Andrésdóttir 20.03.1964-

Valgerður lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1985. Hún stundaði nám við Tónlistarháskólann í Berlín þaðan sem hún lauk prófi 1992. Hún bjó í Kaupmannahöfn í nokkur ár þar sem hún starfaði við kennslu og píanóleik. Valgerður hélt sína fyrstu einleikstónleika 1990 og síðan þá hefur hún haldið fjölda einleikstónleika, kammertónleika og leikið með söngvurum. Hún hefur unnið með Caput hópnum og leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Valgerður starfar nú við Tónlistarskólann í Hafnarfirði.

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar – Sumartónleikar 24. júlí 2007.

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Caput Píanóleikari

Tengt efni á öðrum vefjum

Píanókennari, píanóleikari og tónlistarmaður
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 10.12.2014