Benedikt Hannesson 1734-04.06.1816

Prestur. Stúdent úr Skálholtsskóla 1757. Virðist sveinn biskups um tíma en fékk Miðdalaþing 28. júlí 1759. Sótti um að sameina Kvennabrekku og Miðdalaþingi1176 en fékk neitun en þó leyft að sinna Kvennabrekku þar sem faðir hans var prestur og farinn að lasnast. Árið 1783 fluttist hann að Hamraendum og lést þar. Ekki vitað hvenær hann lauk prestskap né nákvæmlega skiptingu milli feðganna.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 127.

Staðir

Snóksdalskirkja Prestur 28.07.1759-1816
Kvennabrekkukirkja Aukaprestur 1776-1816

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 6.04.2015