Kristín R. Sigurðardóttir (Kristín Ragnhildur Sigurðardóttir) 03.02.1968-

<p>Kristín Ragnhildur Sigurðardóttir lauk áttunda stigs prófi frá Söngskólanum í Reykjavík árið 1993 undir handleiðslu Ragnheiðar Guðmundsdóttur og nam næstu þrjú árin óperusöng á Ítalíu hjá Rina Malatrasi. Vorið 2001 lauk hún söngkennaraprófi frá Söngskólanum í Reykjavík og naut þá tilsagnar Þuríðar Pálsdóttur. Hún hefur sótt námskeið, meðal annars hjá Virginia Zeani, Andrei Orlowitz, Martin Isepp og Kristjáni Jóhannssyni. Hún tók þátt í óperustúdíói á vegum óperuhússins í Rovigo á Ítalíu 1997 og einnig á vegum Búdapest óperunnar í Majk 2001.</p> <p>Kristín hefur sungið opinberlega á Ítalíu, í Ungverjalandi, Tékklandi, Austurríki, Kanada og hér á Íslandi, meðal annars hlutverk Bertu í Rakaranum frá Sevilla, Greifynjunnar í Brúðkaupi Fígarós, Fiordiligi í Cosi fan tutte og hlutverk Donnu Önnu í Don Giovanni. Einnig hefur hún sungið einsöng í ýmsum messum og óratoríum með kórum, hljómsveitum og kammerhópum. Kristín starfar sem einsöngvari og kennir við Söngskóla Sigurðar Demetz.</p> <p align="right">Listasafn Sigurjóns Ólafssonar – Sumartónleikar 3. ágúst 2010.</p>

Tengt efni á öðrum vefjum

Kórstjóri , söngkennari , söngkona og tónmenntakennari
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 11.03.2014