Rúnar Gunnarsson 10.03.1947-05.12.1972

Rúnar ólst upp við Skólavörðustíginn í Reykjavík. Foreldrar hans voru Gunnar A. Magnússon, kaupmaður í Reykjavík, og k.h., Þórunn Eva Eiðsdóttir.

Systkini Rúnars: Tryggvi kennari; Stefán Gylfi læknir; Margrét, lést á fyrsta ári, og Ásta Berglind, rithöfundur og bókavörður.

Kærasta Rúnars var Sigrún Jónatansdóttir og eignuðust þau soninn Þórarin Gunnar, f. 1966.

Rúnar var í fremstu röð popphljómlistarmanna hér á landi á Bítlaárunum. Hann stofnaði, ásamt Hilm- ari Kristjánsson, hljómsveitina Dáta, árið 1965, og söng með henni og lék á rythmagítar.

Dátar voru með vinsælustu Bítlahljómsveitunum, gáfu út tvær fjögurra laga plötur, en á þeirri seinni eru öll lögin eftir Rúnar: Fyrir þig; Hvers vegna; Konur og Gvendur á eyrinni sem sló í gegn og er einn af gullmolum íslenskra dægurlaga.

Hljómsveitirnar Hljómar og Flowers léku einnig lög eftir Rúnar inn á plötur, t.d. Peninga á fyrstu stóru plötu Hljóma og Gluggann með Flo- wers sem er síðan sígilt dægurlag.

Eftir að Dátar hættu gekk Rúnar til liðs við Sextett Ólafs Gauks og var þar bassaleikari og söngvari.

Sextett Ólafs Gauks gerði vinsæla sjónvarpsþætti um þetta leyti, sendi frá sér tvær fjögurra laga plötur en auk þess stóra plötu, 1968, þar sem Rúnar og Svanhildur Jakobsdóttir sungu fjórtán Vestmannaeyjalög eftir Oddgeir Kristjánsson. Sú plata er ein vinsælusta dægurlagaplatna sem komið hefur út hér á landi.

Rúnar hætti í Sextett Ólafs Gauks árið 1969, söng eftir það m.a. með hljómsveitunum Haukum, Opus 4, Hljómsveit Elvars Berg en eirði hvergi. Þá átti hann orðið við andlega vanheilsu að stríða og lést 5. desember 1972.

Þremur árum eftir andlát Rúnars gáfu SG-hljómplötur út eins konar safnplötu með lögum hans, og 1996 kom út svipað safn á vegum Spors. Þá hafa mörg laga hans komið út á safnplötum sem tileinkaðar eru sjöunda áratugnum.

Mekir Íslendingar. Morgunblaðið. 10. mars 2016, bls. 35

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Dátar Söngvari og Gítarleikari 1965-06-18 1967-08
Sextett Ólafs Gauk Söngvari og Bassaleikari 1967 1969
Tilvera Söngvari og Gítarleikari 1969-08

Tengt efni á öðrum vefjum

Gítarleikari, lagahöfundur og söngvari

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 10.03.2016