Björgvin Halldórsson (Björgvin Helgi Halldórsson, Bo Halldorsson, Bo Hall) 16.04.1951-

<p>Björgvin ólst upp í Hafnarfirði og hóf feril sinn með hafnfirsku hljómsveitinni Bendix. Frá þeirri stundu er hann steig fyrst á svið með þeim og hóf að syngja bítlalagið Penny Lane má segja að Björgvin Halldórsson hafi byrjað einhvern glæsilegast feril sem Íslendingur hefur átt í sögu dægurtónlistar hér á landi.</p> <p>Björgvin Halldórsson hafði ekki dvalið lengi með þeim í Bendix er hann gerðist framlínumaður hljómsveitarinnar Flowers í stað Jónasar R. Jónssonar. Flowers sprakk þó skömmu síðar, í Trúbrots-sprengjunni frægu ásamt Hljómum.</p> <p>Í kjölfarið stofnaði Björgvin hljómsveitina Ævintýri ásamt þeim Sigurjóni Sighvatssyni og Arnari Sigurbjörnssyni. Og sem söngvari þeirrar sveitar má segja að stórstjörnudraumurinn hafi orðið að veruleika. Hápunktur þess draums var efalaust í Laugardalshöll þegar 4300 manns mættu og völdu hann sem poppstjörnu ársins, þann 1. október 1969 ... [Sjá nánar á Tónlist.is hér neðar.]</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Bendix Söngvari 1967-02 1968-12
Brimkló Söngvari 1972-10 1974-01
Change Söngvari 1975-01
Flowers Söngvari 1969-01
Hljómar Söngvari 1974-01
Ævintýri Söngvari

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Lagahöfundur , munnhörpuleikari og söngvari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 1.12.2015