Chris Foster 1948-

Chris er frá suðvestur Englandi. Hann er snillingur á sínu sviði, var nýverið lýst sem einum „af bestu söngvurum og gítarleikurum sem sprottið hafa upp úr enska þjóðlagatónlistargeiranum á áttunda áratugnum". Hann hefur spilað víða um Bretlandseyjar, Evrópu og Norður-Ameríku. Chris hefur gefið út sex einleiksplötur og leikið inn á fjölda platna með öðrum listamönnum.

Bára Grímsdóttir og Chris stofnuðu tvíeykið FUNI árið 2001. Þau syngja og leika undir á gítar, kantele, íslenska fiðlu og langspil. Þau hafa leikið saman á tónleikum og hátíðum í Írlandi, Hollandi, Belgíu, Ungverjalandi, Bandaríkjunum og Kína sem og víða á Bretlandseyjum og Íslandi.

Tónleikaskrá. Listasafn Sigurjóns 11. ágúst 2009.

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Funi Söngvari, Hljóðfæraleikari og Lagahöfundur 2001

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 28.10.2016