Guðrún Halldórsdóttir 01.06.1912-29.05.2006

<p>Guðrún giftist 13. maí 1934 Kristjáni Guðmundssyni frá Sleggjulæk í Stafholtstungum, f. 8. maí 1905, d. 4. apríl 1998. Þau bjuggu á Ásbjarnarstöðum frá 1934 til 1980 og eignuðust eina dóttur, Vigdísi Valgerði, f. 17. apríl 1935, sem býr í Borgarnesi.</p> <p>Fjölskyldan flutti í Borgarnes 1980. Guðrún andaðist 19. maí síðastliðinn níutíu og fjögurra ára að aldri. Frá 1998 dvaldi Guðrún á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi.</p> <p align="right">Úr minningargrein í Morgunblaðinu 29. maí 2006, bls. 29.</p>

Heimildarmaður/flytjandi í eftirfarandi hljóðritum

19 hljóðrit
Dags Safnmark Efni Heimildarmenn #
08.06.1977 SÁM 92/2726 EF Karl og kerling sváfu andfæting og rekkjuvoðin var of stutt, kerlingin tók þá af sínum enda og bætti Guðrún Halldórsdóttir 16427
08.06.1977 SÁM 92/2726 EF Maður á ferð í konuleit, ætlaði að biðja heimasætu en leist ekki á vinnubrögð hennar Guðrún Halldórsdóttir 16428
08.06.1977 SÁM 92/2726 EF Skrímsli á að vera í Grýtuvatni á Síðufjalli, en heimildarmaður kann ekkert af því að segja Guðrún Halldórsdóttir 16429
08.06.1977 SÁM 92/2726 EF Silungur í álögum í Helgavatni, þannig að ekki mátti borða hann Guðrún Halldórsdóttir 16430
08.06.1977 SÁM 92/2726 EF Álfatrú var lítil á heimili heimildarmanns, en vinnupiltur var trúaður á þá og sagði að kalblettir v Guðrún Halldórsdóttir 16431
08.06.1977 SÁM 92/2726 EF Ævintýri ömmu heimildarmanns, um smiðsaugun og fleiri Guðrún Halldórsdóttir 16432
08.06.1977 SÁM 92/2726 EF Tvær sögur um bónorðsferðir; lögmál sagna af bónorðsferðum; Ekki skal þig skóna bresta, Þórður frænd Guðrún Halldórsdóttir 16433
08.06.1977 SÁM 92/2726 EF Gamansaga af karli sem kom á prestsetrið og lenti óvart undir pilsum prestkonunnar á leiðinni upp st Guðrún Halldórsdóttir 16434
08.06.1977 SÁM 92/2726 EF Sögur af Höskuldi Guðrún Halldórsdóttir 16435
08.06.1977 SÁM 92/2726 EF Samtal um munnmælasögur Guðrún Halldórsdóttir 16436
08.06.1977 SÁM 92/2726 EF Ástarsaga sem amma heimildarmanns sagði Guðrún Halldórsdóttir 16437
08.06.1977 SÁM 92/2726 EF Samtal um sögur ömmu heimildarmanns Guðrún Halldórsdóttir 16438
09.06.1977 SÁM 92/2727 EF Sagan um óskirnar þrjár Guðrún Halldórsdóttir 16442
09.06.1977 SÁM 92/2727 EF Samtal um sögurnar sem amma heimildarmanns sagði Guðrún Halldórsdóttir 16443
09.06.1977 SÁM 92/2727 EF Hatturinn og hún Húfa Guðrún Halldórsdóttir 16444
09.06.1977 SÁM 92/2727 EF Krumminn í hlíðunum Guðrún Halldórsdóttir 16445
09.06.1977 SÁM 92/2727 EF Fanggæsla gortaði af því að ekkert væri svo stórt að hún gæti ekki notað það og einn vermaður lét ha Guðrún Halldórsdóttir 16446
09.06.1977 SÁM 92/2727 EF Um klámsögur og aðrar sagðar sögur Guðrún Halldórsdóttir 16447
09.06.1977 SÁM 92/2727 EF Fylgjur og draugar; maður drukknar Guðrún Halldórsdóttir 16448

Tengt efni á öðrum vefjum

Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014