Einar Hálfdanarson 1695-17.03.1753

Stúdent frá Hólaskóla 1715. 14. mars 1717 vígðist hann sem aðstoðarprestur sr. Árna Þorleifssonar í Arnarbæli en skyldi jafnframt gegna Selvogi. Fékk Kirkjubæjarklaustur 2. október 1720 og hélt því til dauðadags. Varð prófastur í Skaftafellsþingi 1749 og var það til æviloka. Var maður skarpur, vel að sér, skáldmæltur, stundaði vel embætti sitt en þótti stygglyndur nokkuð.

Íslenskar æviskrár I, 356

Staðir

Arnarbæliskirkja Aukaprestur 1717-1720
Kirkjubæjarklausturskirkja Prestur 1720-1753

Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014