Jóhann Óskar Jósefsson 20.11.1911-16.02.2004

<p>Jóhann var harmonikuleikari og tónskáld og hélt fjölda tónleika ásamt Þorsteini Pétri bróður sínum. Þeir fóru í tónleikaferð um landið árin 1938 og 1945 og nutu hvarvetna mikilla vinsælda. Tónsmíðar sínar hefur Jóhann flutt bæði í útvarpi og sjónvarpi. Nokkur verka hans hafa komið út á hljómplötum og mun Jóhann fyrstur Íslendinga hafa leikið einleik á harmoniku á hljómplötu árið 1933. Jóhann kenndi við Tónlistarskóla Raufarhafnar í átta ár og fjögur ár á Þórshöfn. Auk þess hafði hann fjölda nemenda í einkakennslu. Jóhann var smiður á tré og járn og stundaði mikið veiðar bæði til sjós og lands á sínum yngri árum.</p> <p align="right">Úr minningargrein í Morgunblaðinu 28. febrúar 2004, bls. 54.</p>

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 20.01.2016