Jenni Kristinn Jónsson (Jenni Jóns) 01.09.1906-11.01.1982

Jenni Jóns var á sinni tíð þekktur hljóðfæraleikari og vinsæll laga- og textahöfundur. Af lögum Jenna má nefna Brúnaljósin brúnu sem 1954 vann fyrstu verðlaun í danslagakeppni SKT og Viltu koma? sem vann önnur verðlaun í sömu keppni tveimur árum síðar. Lögin Vökudraumur, Ömmubæn, Ólafur sjómaður og Lipurtá eru einnig vel þekkt en síðastnefndu lögin tvö unnu til verðlauna í danslagakeppni Ríkisútvarpsins 1966.

Sjá nánar Aldarminningu í Morgunblaðinu sem vísað er til hér neðar.

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Hljóma tríóið Harmonikuleikari og Trommuleikari 1945 1962

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Harmonikuleikari, lagahöfundur, textahöfundur, trommuleikari og tónlistarmaður

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 20.07.2015