Hóseas Árnason 20.05.1806-20.01.1861

<p>Prestur. Stúdent 1826 úr heimaskóla dr. Gísla Brynjólfssonar. Vígðist aðstoðarprestur sr. Björns Halldórssonar í Garði 13. júlí 1834, fékk Skeggjastaði 13. nóvember 1838, fluttist þangað vorið eftir, fékk Berufjörð 2. ágúst 1859 og var þar til dauðadags. Fékk gott orð og hefur verið dugandi maður, fékk heiðurspening "ærulaun iðni og hygginda 1854."</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 370-71.</p>

Staðir

Skeggjastaðakirkja Prestur 1838-1859
Berufjarðarkirkja Prestur 02.08.1859-1861
Garðskirkja Aukaprestur 13.07.1834-1838

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 29.05.2018