Haukur Kristinsson 04.01.1901-23.10.1984

<p>Haukur fæddist á Núpi 4. janúar 1901. Hann lærði á orgel hjá Hólmfríði systur sinni 15 ára gamall. Síðar var hann nemandi Páls Ísólfssonar hluta úr vetri. Námstíminn var stuttur eins og algengt var í þá daga en síðan tók sjálfsnámið við. Haukur miðlaði öðrum, m.a. undirrituðum, af þekkingu sinni og kenndi á orgel frá 1922. Hann kenndi söng við Héraðsskólann á Núpi frá 1929 til 1943. </p><p> Árið 1945 tók Haukur við organistastarfi við Núpskirkju af föður sínum og gegndi því allt til ársins 1978 eða í 33 ár. </p><p> Hann andaðist 23. október á Sjúkrahúsi Ísafjarðar og útför hans, fjölmenn, var gerð frá Núpskirkju 29. október síðastliðinn. Eftirlifandi eiginkona hans er Vilborg Guðmundsdóttir ljósmóðir frá Hjarðardal. Þau eignuðust 2 börn, Guðmund og Margréti Rakel. Guðmundur lést af slysförum árið 1969. Ég votta eiginkonu hans, dóttur, tengdasyni, dótturbörnum, fóstursyni og öllum ættingjum dýpstu samúð. </p><p> Kristján Sigtryggsson </p><p> Heimild: Organistablaðið 2. tbl. 17. árg. 1984</p> <p>Sjá einnig: Kennaratal á Íslandi, 2. bindi bls. 385.</p>

Staðir

Núpskirkja Organisti 1945-1978

Heimildarmaður/flytjandi í eftirfarandi hljóðritum

3 hljóðrit
Dags Safnmark Efni Heimildarmenn #
20.08.1970 SÁM 85/542 EF Örnefnið Inguholt, sögn um það Haukur Kristinsson 23757
20.08.1970 SÁM 85/542 EF Álagablettur nálægt Klukkulandi, Kúaeyri Haukur Kristinsson 23758
20.08.1970 SÁM 85/542 EF Þuríðarsteinn, Kotnúpur Haukur Kristinsson 23759

Tengt efni á öðrum vefjum

Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014