Sigurður Jónsson 12.12.1643-1730

Prestur.Stúdent 1661 frá Skálholtsskóla, lauk guðfræðiprófi í Kaupmannahöfn. Vígðist aðstoðarprestur í Holti í Önundarfirði 27. júní 1669 og fékk prestakallið 1680 og hélt til æviloka. Varð prófastur í vesturhluta Ísafjarðarsýslu og jafnframt í norðurhlutanum 1691 og var prófastur í allri sýslunni til 1711. Mikilhæfur maður og vel metinn. Talinn líklegur sem biskupsefni að Hólum en vildi ekki. Var vel að sér og ffróður.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ IV bindi, bls. 234-35.

Staðir

Holtskirkja Prestur 1680-1730
Holtskirkja Aukaprestur 27.06.1669-1680

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 15.07.2015