Sigurjón Einarsson 28.08.1928-

Prestur. Stúdent frá MA 1950. Cand. theol. frá HÍ 30. maí 1956. Var við framhaldsnám og rannsóknir í nokkrum löndum , s.s. Þýskalandi, Danmörku og Austurríki. Vann margs konar störf á námsárum og þar til hann var settur sóknarprestur í Brjánslækjarprestakalli 14. nóvember 1959 frá 1. sama mánaðar. Vígður 22. sama mánaðar. Lausn frá embætti frá 1. nóvember 1960. Veitt Kirkjubæjarklaustursprestakall 27. desember 1963 frá 1. sama mánaðar. Þjónaði þaðan Ásaprestakalli frá 1. ágúst 1980 til 1. október 1981, frá 1. september 1987 til 1. júní 1988, frá 1. október 1989 til 1. ágúst 1990, (þ.e. tveimur sóknum af þrem) og Víkursókn frá 1. janúar til 1. apríl 1980. Skipaður prófastur í Skaftafellsprófastsdæmi frá 1. september 1989. Lausn frá embættum 30. september 1998.

Heimild: Guðfræðingatal 1847-2002 eftir Gunnlaug Haraldsson bls. 790-92.

Staðir

Brjánslækjarkirkja Prestur 14.11. 1959-1960
Kirkjubæjarklausturskirkja Prestur 27.12. 1963-1998

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 14.12.2018