Einar Sigurðsson 1539-1626

<p>Prestur. Nam við Hólaskóla og varð fullnuma þaðan 1557. Vígðist aðstoðarprestur að Möðruvallaklausturskirkju 1557, fékk Mývatnsþing 1560/61 og Nes 1564. Var mjög fátækur um þessar mundir og fékk styrk af fé til þurfandi presta. Prófastur í Þingeyjarsýslu var frá 1572. Sumarið 1589 tók Oddur biskup, sonur hans. hann og allt hans fólk til sín suður í Skálholt og veitti honum Hvamm í Norðurárdal og prófastsdæmi í Þverárþingi vestan Hvítár en sama ár fékk hann Heydali og var þar til dauðadags. Hann var prófastur í Múlaþingi 1591-1609 og officialis á Austfjörðum. Reyndist og hinn röggsamasti maður enda hraustmenni og góðgjarn. Hann var skáldmæltur og liggur meira eftir hann af kveðskap en nokkurn annan Íslending fram að þeim tíma.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 380-81.</p>

Staðir

Heydalakirkja Prestur 1591-1626
Hvammskirkja Prestur 1590-1591
Möðruvallakirkja í Hörgárdal Aukaprestur 1557-1560
Skútustaðakirkja Prestur 1560-1564
Neskirkja Prestur 1565-1589

Erindi


Tengt efni á öðrum vefjum

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 28.09.2017