Ólöf Arnalds (Ólöf Helga Arnalds) 04.01.1980-

Ólöf Arnalds gaf sína fyrstu sólóplötu árið 2007 sem heitir Við og við og fékk platan frábæra dóma hjá gagnrýnendum. Ólöf Arnalds hefur frá unga aldri sungið og spilað á fiðlur og gítara og gert víðreist með fjölmörgum og ólíkum tónlistarmönnum og hljómsveitum, þ.á.m. Skúla Sverrissyni og múm.

Í september 2010 kom út önnur breiðskífa Ólafar sem nefnist Innundir skinni. Meðal þeirra sem leggja Ólöfu lið á plötunni eru Skúli Sverrisson, Davið Þór Jónsson, María Huld Markan Sigfúsdóttir, Daníel Bjarnason, Matthías Hemstock, Róbert Reynisson, Ragnar Kjartansson og Björk. Kjartan Sveinsson úr Sigur Rós stjórnar upptökum á plötunni ...

Tónlist.is (30. apríl 2014).


Tengt efni á öðrum vefjum

Hljóðfæraleikari, lagahöfundur og söngkona
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 30.04.2014