Úlfar Ingi Haraldsson 07.11.1966-

Úlfar Ingi byrjaði að fást við tónlist um 1979 og stundaði nám á 9. áratugnum við Tónlistarskóla FÍH og Tónlistarskólann í Reykjavík. Hann nam og starfaði síðar við University of California í San Diego þaðan sem hann lauk doktorsprófi í tónsmíðum og tónfræðum árið 2000. Hann hefur á undanförnum árum starfað sem tónskáld, bassaleikari og stjórnandi ásamt því að sinna ýmiskonar kennslu tengdri tónlist. Verk hans hafa verið víða flutt, bæði í tengslum við ýmsar tónlistarhátíðir og á tónleikum fjölda listamanna og hljómsveita á Íslandi og erlendis.

Af vef Sumartónleika í Skáhotli

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Milljónamæringarnir Bassaleikari 1992-05

Tengt efni á öðrum vefjum

Bassaleikari, stjórnandi og tónskáld
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 19.05.2016