Halldór Haraldsson 18.02.1937-

<p>Tekið saman í tilefni tónleika til heiðurs Halldóri Haraldssyni í Salnum í Kópavogi laugardaginn 27. október 2012.</p> <h5>Menntun – námsferill</h5> <p>Halldór Haraldsson fæddist þann 18. febrúar 1937. Hann hóf ungur nám í píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík þar sem hann stundaði nám hjá Katrínu Dahlhoff, Hólmfríði Sigurjónsdóttur og Rögnvaldi Sigurjónssyni en lengst af lærði hann hjá þeim Árna Krist- jánssyni og Jóni Nordal. Hann lauk burtfararprófi frá skólanum árið 1960. Halldór stundaði framhaldsnám við Royal Academy of Music í London og lauk þaðan einleikara- prófi árið 1965. Kennari hans þar var Gordon Green, einn virtasti kennari skólans.</p> <ul> <li>Stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík 1959.</li> <li>Burtfararpróf frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1960.</li> <li>Licentiate-próf frá Royal Academy of Music í London 1965.</li> <li>Fjölmörg námskeið hjá þekktum píanóleikurum og kennurum í ýmsum löndum.</li> </ul> <h5>Píanó- og fræðikennarinn – skólastjórnandinn</h5> <p>Halldór hóf kennslu við Tónlistarskólann í Reykjavík 1966 og kenndi þar allt til ársins 2008. Hann tók við stöðu yfirkennara píanókennaradeildar 1977 og rúmum áratug síðar varð hann yfirkennari píanódeildar. Hann gegndi báðum stöðum til ársins 1992 en þá tók hann við starfi skólastjóra við skólann en því starfi gegndi hann til ársins 2003. Halldór átti þátt í og studdi við stofnun Listaháskóla Íslands og starfaði við tónlistardeild Lista- háskólans frá árinu 2002 þar til hann lét af störfum við Listaháskólann haustið 2012.</p> <p>Halldór hefur kennt miklum fjölda píanónemenda í gegnum árin og hefur útskrifað stóran hóp píanókennara sem og píanóleikara með burtfarar- eða einleikarapróf. Fjöl- margir þeirra hafa gert tónlistina að aðalstarfi sínu.</p> <ul> <li>Kennari í píanóleik við Tónmenntaskóla Reykjavíkur 1965-1970.</li> <li>Kennari í píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík frá 1966-2008.</li> <li>Yfirkennari píanókennaradeildar Tónlistarskólans í Reykjavík frá 1977-1992.</li> <li>Yfirkennari píanódeildar Tónlistarskólans í Reykjavík frá 1989-1992.</li> <li>Skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík 1992-2003. Jafnframt kennari í hlutastarfi í píanóleik og píanókennslu.</li> <li>Kennari í píanóleik við Listaháskóla Íslands 2002-2012.</li> <li>Kenndi píanó-fagkennslufræði og píanóbókmenntir „Listin að leika á píanó“ við Listaháskóla Íslands frá 2002-2008.</li> <li>Hefur haldið Masterklassa í píanóleik bæði hérlendis og erlendis.</li> </ul> <h5>Greinaskrif í tónlistartímarit á Englandi</h5> <ul> <li>EPTA Piano Journal Vol. 1 No. 1 1979: <i>Training Piano Teachers in Iceland.</i></li> <li>British Journal of Music Education Vol. 4 No.3 1987: <i>The Training of Piano Teachers at Reykjavik College of Music.</i></li> </ul> <h5>Píanóleikarinn</h5> <p>Árið 1965 hélt Halldór sína fyrstu opinberu einleikstónleika í Austurbæjarbíói á vegum Tónlistarfélagsins í Reykjavík. Þeir tónleikar mörkuðu upphafið að farsælum ferli Hall- dórs en hann hefur allar götur síðan verið einn af virtustu tónlistarmönnum landsins. Halldór hefur haldið fjölda einleikstónleika bæði heima og erlendis. Þá hefur hann margoft komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Einnig hefur Halldór verið mjög virkur í kammertónlist og hefur það leitt til fjölda tónleika á erlendri grundu.</p> <p>Halldór átti farsælt samstarf með Gísla Magnússyni, píanóleikara, og gáfu þeir m.a. út tvær hljómplötur með verkum fyrir tvö píanó. Þá stofnaði hann Tríó Reykjavíkur árið 1988 ásamt Guðnýju Guðmundsdóttur, fiðluleikara, og Gunnari Kvaran, sellóleikara, og lék með þeim á fjölda tónleika bæði hér heima og erlendis við góðan orðstír. Upptökur tríósins hafa m.a. verið leiknar í útvarpi í mörgum löndum Evrópu og í Bandaríkjunum. Hann kvaddi Tríó Reykjavíkur árið 1996.</p> <h5>Sólótónleikar</h5> <ul> <li>Hélt fyrstu opinberu einleikstónleikana 1965 á vegum Tónlistarfélagsins í Reykjavík. Eftir það hélt hann fleiri einleikstónleika á vegum Tónlistarfélagsins.</li> <li>Aðrir einleikstónleikar hérlendis á vegum ýmissa tónlistarfélaga, stofnana o.fl.:</li> <ul> <li>Í Reykjavík: í Norræna húsinu, að Kjarvalsstöðum, Íslensku óperunni, Félagsstofnun stúdenta o.fl.</li> <li>Utan Reykjavíkur: Í Kópavogi (nokkrum stöðum), Hafnarfirði (nokkrum stöðum), Keflavík, Árnesi, Flúðum, Reykholti (Biskupstungum), Akranesi, Borgarnesi, Ísafirði (oft), Flateyri, Bolungarvík, Akureyri (oft).</li> </ul> <li>Einleikstónleikar erlendis: Í öllum höfuðborgum Norðurlandanna og tveimur til þremur öðrum stöðum í hverju landanna. Á ráðstefnum EPTA í London, í Tónlistarháskólanum í Kuopio, Finnlandi, og Síbelíusar Akademíunni í Helsinki.</li> </ul> <h5>Einleikur á tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Háskólabíói</h5> <ol> <li>Richard Addinsell: Varsjár-konsertinn (29. desember 1965). <br>Stjórnandi: Bohdan Wodiczko.</li> <li>Frans Liszt: Píanókonsert nr. 1 í Es-dúr (12. febrúar 1967). <br>Stjórnandi: Páll P. Pálsson.</li> <li>Maurice Ravel: Píanókonsert í G-dúr 21. nóvember 1968). <br>Stjórnandi: Sverre Bruland.</li> <li>Béla Bartók: Píanókonsert nr. 3 (11. febrúar 1971). <br>Stjórnandi: Bohdan Wodiczko.</li> <li>Francis Poulenc: Píanókonsert f. 2 píanó ásamt Rögnvaldi Sigurjónssyni (30. nóvember 1972). <br>Stjórnandi: Jean-Pierre Jacquillat.</li> <li>Pjotr Tsjaíkovskí: Píanókonsert nr. 2 op. 44 (18. mars 1976). <br>Stjórnandi: Páll P. Pálsson.</li> <li>Béla Bartók: Píanókonsert f. 2 píanó ásamt Gísla Magnússyni (27. janúar 1977). <br>Stjórnandi: Páll P. Pálsson.</li> <li>L.van Beethoven: Píanókonsert nr. 4 (8. mars 1979). <br>Stjórnandi: Jean-Pierre Jacquillat. <br>Einnig fluttur á þremur skólatónleikum í sama mánuði. </li> <li>Maurice Ravel: Píanókonsert í G-dúr 19. apríl 1982). <br>Stjórnandi: Jean-Pierre Jacquillat. <li>Frans Liszt: Malédiction og Totentanz (29. nóvember 1984). <br>Stjórnandi: Páll P. Pálsson. <li>Jónas Tómasson: Píanókonsert f. 2 píanó ásamt Gísla Magnússyni (3. desember 1987). <br>Stjórnandi: Frank Shipway. <li>L.van Beethoven: Píanókonsert nr. 5, Keisarakonsertinn (11. maí 1989). <br>Stjórnandi: Alexis Hauser. </ol> <h5>Kammermúsík</h5> <ul> <li>Reykjavik Ensemble. Margar tónleikaferðir til Þýskalands.</li> <li>Tríó Reykjavíkur – innanlands:</li> <ul> <li>Reglulegt tónleikahald í Hafnarborg, Hafnarfirði. Margir tónleikar í Reykjavík á vegum Kammermúsíkklúbbsins. Auk þess margir tónleikar utan Reykjavíkur svo sem á: Akranesi, Borgarnesi, Flateyri, Bolungarvík, Ísafirði, Blönduósi, Sauðárkróki, Akureyri, Egilsstöðum, Seyðisfirði, Neskaupsstað, Garði, Hveragerði o.fl.</li> </ul> <li>Tríó Reykjavíkur – erlendis:</li> <ul> <li>Í Tónlistarháskólanum í Kaupmannahöfn, á mörgum stöðum í Danmörku, í Helsinki og á ýmsum stöðum á Þýskalandi, í Prag og í London.</li> </ul> <li>Meðleikari með ýmsum tónlistarmönnum svo sem Guðnýju Guðmundsdóttur, fiðluleikara (m.a. í Tívolí-salnum í Kaupmannahöfn 1979), með Gunnari Kvaran, sellóleikara, flautuleikurunum Manuelu Wiesler og Robert Aitken.</li> <li>Margir tónleikar með Gísla Magnússyni, píanóleikara, með verkum fyrir tvö píanó.</li> </ul> <h5>Hljómdiskar og hljómplötur</h5> <ul> <li>Hljómplata (LP) 1978 ásamt Gísla Magnússyni með verkum fyrir tvö píanó: Vorblót Stravinskís og Paganini-tilbrigði Lutoslawskís. Útgefandi: Hljóðriti h/f.</li> <li>Hljómplata (LP) 1986 með einleiksverkum fyrir píanó eftir Chopin og Liszt. Úgefandi: Örn og Örlygur.</li> <li>Hljómdiskur 1999 ásamt Gísla Magnússyni með verkum fyrir tvö píanó eftir Stravinskí, Lutoslawskí og Ravel.</li> <li>Hljómdiskur 2000 með einleiksverkum fyrir píanó. Sónata í B-dúr D960 eftir Schubert og Sónata op. 5 í f-moll eftir Brahms. Útgefandi: Polarfonia.</li> <li>Box með þrem hljómdiskum 2008, „Portret“, einn diskur með einleiksverkum, annar með kammertónlist og þriðji með píanókonsertum með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Gefinn út af tilefni sjötugsafmælis 2007. Útgefandi: Polarfonia.</li> </ul> <h5>Viðurkenningar og styrkir</h5> <ul> <li>Listamannalaun nokkrum sinnum.</li> <li>Hlaut viðurkenninguna „Associate of the Royal Academy of Music“ (ARAM) í London1988.</li> <li>Styrkir úr hljómdiskasjóði Félags íslenskra tónlistarmanna (2000 og 2007).</li> <li>Var gerður að heiðursfélaga Félags íslenskra tónlistarmanna 2003.</li> <li>Var sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf í þágu tónlistar 2003.</li> </ul> <h5>Fag- og félagsmál – o.fl.</h5> <p>Halldór hefur einnig verið mjög virkur í fag- og félagsmálum tónlistarfólks í gegnum tíðina. Hann tók sæti í stjórn Félags íslenskra tónlistarmanna árið 1969 og var formaður á árunum 1974-1977. Hann var einn af stofnendum Félags tónlistarkennara og formaður frá stofnun árið 1970 til ársins 1975 og frá 1977-1982. Árið 1979 varð Ísland, að frumkvæði Halldórs, fyrst landa til að gerast aðili að EPTA (Evrópusambandi píanókennara) og varð hann fyrsti formaður Íslandsdeildar EPTA. Þeirri stöðu gegndi hann í hartnær tvo áratugi og er nú heiðursmeðlimur í félaginu. Auk þess var hann forseti Evrópuráðs EPTA á árunum 1985-86 og einn af varaformönnum þess frá stofnun. Halldór hefur komið fram fyrir Íslands hönd sem píanóleikari á ráðstefnum og þingum félagsins. Halldór var einnig einn af stofnendum Tónlistarbandalags Íslands sem sett var á laggirnar 1985 og sat í stjórn þess á árunum 1985-89, síðustu tvö árin sem formaður.<p> <ul> <li>Í stjórn Félags íslenskra tónlistarmanna 1969, formaður 1974 til 1977.</li> <li>Einn stofnenda Félags tónlistarkennara og formaður frá stofnun 1970-1975 og frá 1977-1982.</li> <li>Stofnaði Íslandsdeild EPTA (Evrópusamband píanókennara) 1979.</li> <li>Forseti Evrópuráðs EPTA 1985-1986 og síðan einn af varaformönnum þess.</li> <li>Einn af stofnendum Tónlistarbandalags Íslands 1985, í stjórn 1985-1989 og formaður 1987-1989.</li> <li>Formaður STS (Samtaka tónlistarskólastjóra) 1999-2001.</li> <li>Í „tónlistarfræðslunefnd“ á vegum menntamálaráðuneytisins 1980-1983 og fleiri nefndum á vegum ráðuneytisins varðandi tónlistarmál.</li> <li>Tónlistargagnrýnandi dagblaðsins „Vísir“ 1966-1968.</li> <li>Hefur samið og haldið fjölda útvarpsþátta fyrir Ríkisútvarpið um tónlistarefni svo sem nútímatónlist og þekkta píanóleikara, viðtöl við núlifandi tónskáld o.fl.</li> <li>Var textaþýðandi Sjónvarpsins fyrir tónlistarþætti árin 1966-1971.</li> </ul> <h5>Lífspekifélagið</h5> <p>Það er einkennandi fyrir Halldór, bæði sem manneskju og listamann, að hann er stöðugt í leit að nýjum flötum og viðhorfum í túlkun tónlistar. Hann hefur lengi haft mikinn áhuga á andlegum málum og haldið fjölmarga fyrirlestra um andleg og heimspekileg efni á vegum Guðspekifélags Íslands sem nú heitir Lífspekifélagið. Tengingin milli tónlistar og andlegra mála er sterk. Halldór er forseti Lífspekifélagsins.</p> <p><i>Halldór hefur alla tíð verið fagmaður fram í fingurgóma og gefið sig allan í tónlistarkennsluna sem og í önnur störf sín. Hann er þekktur fyrir ljúfmennsku sína, víðsýni, yfirgripsmikla þekkingu og að nálgast einstaklinginn og tónlistina af innsæi og virðingu. Halldór hefur með persónuleika sínum og störfum verið fyrirmynd annarra. Allir sem hafa notið leiðsagnar hjá Halldóri standa ríkari eftir bæði sem tónlistarfólk og manneskjur.</i></p> <hr> <h5>Hugrenningar nokkurra fyrrum nemenda Halldórs</h5> <p> <b>Elísabet Waage</b> <br>Við Halldór fylgdumst að frá því ég var 8 ára. Hann kenndi mér í Barnamúsíkskólanum, þá nýkominn frá námi, og þar til ég útskrifaðist 22 ára úr píanókennaradeild þar sem hann var yfirkennari. Þegar ég hafði lært hjá honum í fjögur ár kom upp vandamál þegar stundaskrár okkar voru ósamræmanlegar. Barnamúsíkskólinn ætlaði að útvega mér annan kennara. Þá grét ég og grét því ég gat ekki hugsað mér að skilja við Halldór. Það endaði með því að pabbi minn fór á stúfana og samdi við Jón Nordal í Tónlistarskólanum í Reykjavík um að ég fengi að koma þangað í píanótíma þótt ég væri í tónfræðagreinum í Barnamúsíkskólanum og ekki útskrifuð þaðan fyrr en ári seinna.</p> <p>Halldór var alltaf að bæta við sig og víkka út sjóndeildarhringinn og þar með kennsluna þannig að það gætti aldrei neinnar stöðnunar í píanónáminu.</p> <p>Þessi fjórtán ár reyndist Halldór mér frábær kennari og afar ósínkur á tíma sinn. Píanó- tímarnir voru alltaf skemmtilegir og lærdómsríkir hvort sem ég var vel eða illa undir- búin og hvort það var spil eða spjall sem hafði yfirhöndina. Halldór kynnti nemendur sín fyrir margs konar tónlist, hann opnaði unga anda fyrir mismunandi stefnum, sagði mjög skemmtilega frá t.d. píanóleikurum og zen-búddisma og það var mikið hlegið. Halldór ræddi túlkun en reyndi aldrei að þvinga sinni túlkun upp á nemendur sína. Þannig gátu kannski nokkrir nemendur spilað sama tónverkið á tónleikum en í mjög ólíkri túlkun. Það hvað Halldór var opinn fyrir persónuleika nemanda og hvað hann hvatti þá til að finna sína eigin rödd í tónlistinni, var mikilvægt ferðanesti sem nýttist mér mjög vel þegar ég kaus hörpuna í stað slaghörpunnar sem aðalferðafélaga á tónlistarbrautinni</p> <p> <b>Halldór Víkingsson</b> <br>Halldór er mjög opinn fyrir öllu, jafnt í tónlist, öðrum listum sem og í vísindum og ýmsum fræðum, þ.m.t. austrænni speki, og honum tekst að nýta allt í kennslunni til að breikka sjónarhorn nemandans á tónlistina.</p> <p> <b>Ingibjörg Þorsteinsdóttir</b> <br>Ég var líklega 11 eða 12 ára þegar Sigríður Einarsdóttir, fyrsti píanókennarinn minn fór til útlanda til náms, hjá henni hafði ég þá verið í 2 eða 3 ár. Þá fór ég til Halldórs og var hjá honum líklega til 16 eða 17 ára þegar Rögnvaldur gerðist minn kennari. Ekki man ég vel eftir þessum unglingsárum mínum, mér finnst að ég hafi verið húðlöt, Halldór hafi verið ótrúlega þolinmóður og gert allt sem hægt var til að knýja áfram daufan og vansælan unglinginn. Ýmislegt sem hann sagði þá situr þó fast í mér síðan, einkum það að þrátt fyrir allar leiðbeiningar og kennslu verði hver og einn síðan að líta í eigin barm og túlka tónlistina frá eigin hjarta og höfði.</p> <p>Þó mikill tími og einbeiting færi í alls konar tæknilega hluti varðandi píanóleik og kennslu varð mér ljósara með hverjum tímanum sem við skólasysturnar nutum hjá honum hve víðtækum áhuga og kunnáttu Halldór hafði að miðla. Þarna fór mér loks að skiljast hvernig listirnar tengjast allar saman og engin þeirra stendur ein og einangruð og hversu stór hluti þær eru af lífinu sjálfu.</p> <p>Halldór var fenginn með í hóp til að undirbúa píanónámskrána sem kom út í kringum árið 2002. Þar veitti ekki af reynslu- og viskubrunni, sumir í hópnum höfðu enga reynslu haft fyrr af slíkri vinnu. Á þessum árum þótti allt í einu knýjandi þörf á að semja námskrár fyrir smátt og stórt, gefin var út lýsing „að ofan“ á því hvernig slík námskrá skyldi vera, hópar voru settir saman í skyndi sem skyldu skila heilli námskrá á svo stuttum tíma að því mundi enginn trúa nú. Hópurinn hélt marga fundi, og þó fundarsetur séu ekki mitt eftirlæti, man ég best af þessum fundum svo skemmtilegar umræður um allt milli himins og jarðar, píanista, bókmenntir, ferðalög, tónskáld, tónleika og endalaust þar fram eftir götunum og enn jókst aðdáun mín á Halldóri. Formaður nefndarinnar þurfti ævinlega að beita sér til hins ýtrasta til að fá hópinn til að snúa sér að námskrárskrif- unum og er ég fegin að hafa ekki þurft að vera í sporunum hennar þá! Alltaf finn ég til hlýju og þakklætis þegar ég hugsa til þessara funda fyrir að hafa fengið að kynnast þessu frábæra fólki, og ekki síst „il grande maestro“, hvað sem annars er um námskrána að segja.</p> <p>Ég mun alltaf muna eftir Halldóri sem manninum sem kenndi mér að það þarf ekki fallbyssu til að skjóta smáfugla.</p> <p> <b>Árni Freyr Gunnarsson</b> <br>Halldór Haraldsson er fyrst og fremst einstaklega einlægur og næmur tónlistarmaður. Óslökkvandi eldmóður hans fyrir tónlist hefur smitað óteljandi nemendur, mig þar með talinn, og á öllum þeim árum sem ég mætti í tíma var ekki ein einasta dauð stund. Í gegnum Halldór lærði ég það sem þarf til að verða góður listamaður og ennfremur, manneskja sem maður getur verið stoltur af því að vera.</p> <p> <b>Þuríður Helga Ingadóttir</b> <br>Ég byrjaði að læra á píanó hjá Halldóri þegar ég var 14 ára, bæði í tímum heima hjá honum og í Listaháskóla Íslands. Ég man að ég var pínu smeyk við hann fyrst, þótti hann svo virðulegur og alvarlegur maður. Komst svo fljótlega að því að það var ekkert að óttast og að Halldór er mesta ljúfmenni og með frábæran húmor!</p> <p>Eitt skemmtilegasta við tímana hjá Halldóri eru sögurnar sem hann segir manni af pían- istum, tónskáldum og bara ýmsu á milli himins og jarðar, hann er alger viskubrunnur og hefur hitt svo mikið af merku fólki. Alltaf mjög skemmtilegir og áhugaverðir tímar.</p> <p>Setning sem Halldór segir mjög oft í tíma: „Þetta er svona praktískt atriði“.</p> <p> <b>Jón Sigurðsson</b> <br>Halldór var einstaklega hvetjandi og nákvæmur kennari. Þegar ég lít til baka sé ég Halldór fyrir mér beinan í baki í brúnum jakkafötum. Kennslustundirnar voru sá heimur sem ég vildi dvelja sem lengst í.</p> <p> <b>Þóra Fríða Sæmundsdóttir</b> <br>Mér hefur verið hugsað til Halldórs, og man að tímarnir hjá honum gáfu manni alltaf eitthvað, hann var iðulega að segja manni frá einhverri bók sem hann var að lesa um tónskáldin eða um andleg málefni. Það var alltaf tilhlökkun að fara í tíma, því hann var iðulega jákvæður og uppörvandi, einnig gefandi og djúpur, en líka frekar hógvær. Ég held að með þessari hógværð hafi hann haft þannig áhrif á nemendur að þeir báru virðingu fyrir honum og reyndu allir að gera sitt besta.</p> <p> <b>Arndís Björk Ásgeirsdóttir</b> <br>Það var mín lukka að lenda hjá Halldóri sem unglingur. Hann varð leiðbeinandi minn í svo mörgu öðru en bara tónlistinni. Hann kenndi nemendum sínum ekki með því að skipa þeim og segja þeim hvaða leið þeir ættu að fara heldur ýtti hann undir sjálfstæða og gagnrýna hugsun og hjálpaði þeim að finna sína leið. Einstaklingsbundnara nám er ekki hægt að hugsa sér en ég held að Halldóri hafi tekist að draga fram hjá hverjum og einum það besta með því að finna út hvar þeirra styrkleiki lá. Svo var náminu ekkert lokið við útskrift því ég hringi ennþá í hann stundum til að spyrja hann um ýmislegt og aldrei kemur maður að tómum kofanum því Halldór er einstakur að því leyti að hann hefur haldið forvitninni og er alltaf að kynna sér eitthvað nýtt sem hann getur síðan miðlað áfram. Ég á honum ótrúlega margt að þakka.</p> <p>Þegar ég kom til Halldórs á unglingsárum var ég ekki mikið að velta fyrir mér smá- atriðum eins og fingrasetningu og fyrirmælum tónskálda um styrk og annað heldur böðlaðist ég áfram eftir mínu innra innsæi og hafði komist upp með það. Fyrsta árið mitt hjá Halldóri fór því í algjöra þurrhreinsun og hann tókst á við það vandasama verkefni að ala mig betur upp. Í lok fyrsta ársins spilaði ég verkin sem ég hafði verið að vinna að fyrir gamla kennarann minn. Halldór sagði mér löngu síðar að kennarinn hefði hringt í sig þá um kvöldið og sagt honum að Halldór ætti skilið Fálkaorðuna fyrir það hvernig honum hefði tekist til með uppeldið. Halldór fékk Fálkaorðuna tíu árum síðar eða árið sem ég útskrifaðist frá honum og mér finnst alltaf gott að hugsa til þess að hann hafi þá loksins fengið þá viðurkenningu sem hann átti svo miklu meira en skilið.</p> <hr> <h5>Undirbúningshópur vegna tónleika til heiðurs Halldóri Haraldssyni haldnir í Salnum í Kópavogi laugardaginn 27. október 2012.</h5> <ul> <li>Arndís Björk Ásgeirsdóttir - tónlistarkennari og dagskrárgerðarkona hjá Ríkisútvarpinu</li> <li>Berglind Björk Jónsdóttir - tónlistarkennari</li> <li>Sigrún Grendal - tónlistarkennari</li> <li>Sóley Skúladóttir - framkvæmdastjóri</li> </ul>

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Píanókennari , píanóleikari og skólastjóri

Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014